Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
49. fundur
Miðvikudaginn 15. september 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Hvammur, öryggishlið – Mál nr. 1009008
| |
Erindi frá Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi varðandi öryggishlið.
| ||
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Dagverðarnes 47, viðbygging – Mál nr. 1007003
| |
Stöðvun framkvæmda. Tekið fyrir bréf arkitekts dags. 12. september 2010 og breyttar byggingarnefndarteikningar. Ómar Pétursson mætti á fundinn og fór yfir málið.
| ||
Heimilaðir eru steyptir sökklar undir eldra húsið enda sé frágangur í samræmi við samþykktar teikningar. Að öðru leyti vísast í athugasemdir byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
3
|
Stóra-Drageyri 2, frístundahús – Mál nr. 1006030
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss samkvæmt uppdráttum frá Nýhönnun. Stærðir 143,3m² og 511,1m³. grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
4
|
Indriðastaðir 43 nýtt frístundahús – Mál nr. 1006040
| |
Sótt er um að flytja á lóðina nýtt hús í stað þess gamla sem verður fjarlægt. Erindinu fylgja teikningar frá Teiknivangi dags. 10. júní sl. Stærðir 105,2m² 349,4m³. Erindið var grenndarkynnt. Tvær athugasemdir bárust. Umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd gerir framlagða umsögn að sinni. Samþykkt að teknu tilliti til niðurstöðu framlagðrar umsagnar og athugasemda byggingarfullrtúa við byggingarnefndarteikningar.
| ||
|
||
5
|
Dagverðarnes 19, gestahús – Mál nr. 1009003
| |
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús á lóðinni skv. teikningum frá ABS teiknistofu. Stærð 12 fm.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
6
|
Nýtt deiliskipulag svæði S8 – Mál nr. SK080060
| |
Frestað erindi. Deiliskipulagstillaga, svæði S8 í Dagverðarnesi. Gerðar hafa verið breytingar á deiliskipulagstillögunni til að koma til móts við athugasmedir.
| ||
Deiliskipulagið samþykkt og vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.
| ||
|
||
7
|
Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005
| |
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi: Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi, Refsholt 57. Sótt eru um þá breytingu að þak megi vera flatt eða einhalla í stað risþaks og að hæð veggja megi vera 400 cm en í gildi er mesta vegghæð langgveggja 250 cm.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið frekar. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
Fyrispurn
| ||
8
|
Breyting á deiliskipulagi, Hvammskógur neðri – Mál nr. 1009007
| |
Fyrirspurn varðandi lóðirnar Hvammsskóg 43 og Dynhvamm 5 skv. uppdráttum frá Einrúm ehf arkitektar.
| ||
Málið rætt. Skipulagsfulltrúa falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri.
| ||
|
||
Niðurrif
| ||
9
|
Fitjahlíð 19, niðurrif – Mál nr. 1009004
| |
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hús á lóðinni Fitjahlíð 19. Veðbókavottorð vantar.
| ||
Samþykkt með tilliti til athugasemdar.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:00.