Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.
Almenn mál
| ||
1
|
Vatnshorn – Mál nr. 1211010
| |
Lagt fram svarbréf Lagastoðar vegna kaupréttar í Vatnshorni.
| ||
Oddvita falið að fá lögfræðing til skoða málið. Málinu frestað. KHG situr hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
||
2
|
Varðar veg að Hálsaskógi. – Mál nr. 1301012
| |
Lagt fram bréf frá Félagi sumarhúsaeiganda í Hálsaskógi er varðar veginn inn í Hálsaskóg og bómuhlið á hann.
| ||
Hreppsnefnd bendir á að sækja þarf um staðsetningu og niðursetningu hliðsins til skipulags- og byggingafulltrúa. Varðandi yfirtöku á veginum óskar hreppsnefnd eftir meiri upplýsingum um hvað fellist í því, loftmynd af vegsvæðinu og fleiri atriði er þurfa þykir áður en ákvörðun er tekin um yfirtöku vegarins eða ekki. Oddvita falið vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Kosning endurskoðenda til eins árs. – Mál nr. 1302011
| |
Oddvita lagði til að óskað yrði eftir tilboðum í endurskoðun fyrir árið 2012. Það samþykkt . Oddvita falið að aflað upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leiti eftir tilboðum frá nokkrum aðilum.
| ||
|
||
4
|
Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007
| |
Hulda sagði frá stöðu mála vegna kaupa á öryggismyndavélum.
| ||
Oddvita falið að ræða við byggingafulltrúa um aðkomu hans að framgangi verksins. Málinu frestað.
| ||
|
||
5
|
Óskað er umsagnar er varðar mál nr. 470,458,497,323,449,204,174,84,283 og 282 frá nefndum Alþingis. – Mál nr. 1302007
| |
Nefndir Alþingis óska eftir umsögn um efirfarandi mál.
1. tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu / heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál. 2. tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014, 458. mál. 3. frumvarp til laga um sjúkraskrár (aðgangsheimildir), 497. mál. 4. frumvarp til laga um barnalög (stefnandi barnsfaðernismál), 323. mál. 5. frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál. 6. frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204. mál. 7. tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál. 8. tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. 9. frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál. 10. umsagnar frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál. | ||
Oddvita falið að senda umsögn um 84. mál. Önnur ekki.
| ||
|
||
6
|
Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009
| |
Lögð fram til kynningar umsókn til Vegargerðarinnar.
| ||
|
18:15.