Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
48. fundur
Fimmtudaginn 29. júlí 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Hvammur í Skorradal – Mál nr. 1007009
| |
Bréf félags sumarhúsaeigenda í Hvammi dags. 23. júlí 2010.
| ||
Lagt fram.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Fitjahlíð 13, niðurrif sumarhúss – Mál nr. 1007001
| |
Sótt er um heimild til niðurrifs sumarhúss á Fitjahlíð 13. Meðfylgjandi er þinglýsingarvottorð.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
3
|
Fitjahlíð 63 stækkun frístundahúss – Mál nr. 1007002
| |
Grenndarkynning hefur farið fram. Ein athugasemd barst frá landeiganda bréf dags. 15. júlí 2010 þar sem gerð er athugasemd við stærð hússins.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa og nefndarinnar.
| ||
|
||
4
|
Dagverðarnes 47, viðbygging – Mál nr. 1007003
| |
Sótt er um heimild til að byggja við frístundahús skv. uppdráttum frá Zeppelin arkitektum teikningar dags. 28.07.2010. Stærð viðbyggingar 55,8m² og 185,2m³.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
5
|
Dagverðarnes 115, flutningshús – Mál nr. 1007004
| |
Sótt er um leyfi til að flytja frístundahús á lóðina skv. uppdráttum frá BfB dags. 27.06.2010. Stærðir 40,5m² og 134,0m³.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
6
|
Refsholt 2, verkfærageymsla – Mál nr. 1007005
| |
Sótt er um leyfi til að byggja verkfærageymslu skv. uppdrætti frá Jóhannesi Rafni Kristjánssyni teikning dags. 01.07.2010. Stærðir 9,0m² og 18,9m³.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
7
|
Vatnsendahlíð 189, frístundahús – Mál nr. 1007006
| |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús og aukahús á lóðinni skv. teikningum frá tækniþjónustu Bjarna Árnasonar ehf..
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
8
|
Indriðastaðir 32 geymsluhús – Mál nr. 1007007
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymsluhúss samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu SÁ. Stærðir 17,3m² og 57,8m³. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
9
|
Vatnsendahlíð 57, geymsla – Mál nr. 1007008
| |
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu skv. teikn frá ARKO teiknistofu dags. í júní 2010. Stærðir vantar. Fjarlægð frá þjóðvegi 60m.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
10
|
Nýtt deiliskipulag svæði S8 – Mál nr. SK080060
| |
Frestað erindi. Deiliskipulagstillaga, svæði S8 í Dagverðarnesi. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda í kjölfar auglýsingar.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingar á deiliskipulagstillögunni sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa.
Tillagan verður tekin til til afgreiðslu þegar hún hefur verið lagfærð í samræmi við samþykktar breytingar.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
11
|
Framkvæmdaleyfi vegna neysluvatnsöflunar í landi Indriðastaða. – Mál nr. SK090054
| |
Umsókn Eignarlands ehf. um framkvæmdaleyfi vegna neysluvatnsöflunar í landi Indriðastaða.
| ||
Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi að uppfylltum athugasemdum við framlögð gögn, m.a. að stofnaðar verði lóðir um leigulönd borholunnar. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu í samráði við nefndina.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:20.