48 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
48. fundur

Fimmtudaginn 29. júlí 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Hvammur í Skorradal – Mál nr. 1007009

Bréf félags sumarhúsaeigenda í Hvammi dags. 23. júlí 2010.

Lagt fram.

Byggingarleyfismál

2

Fitjahlíð 13, niðurrif sumarhúss – Mál nr. 1007001

Sótt er um heimild til niðurrifs sumarhúss á Fitjahlíð 13. Meðfylgjandi er þinglýsingarvottorð.

Samþykkt.

3

Fitjahlíð 63 stækkun frístundahúss – Mál nr. 1007002

Grenndarkynning hefur farið fram. Ein athugasemd barst frá landeiganda bréf dags. 15. júlí 2010 þar sem gerð er athugasemd við stærð hússins.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa og nefndarinnar.

4

Dagverðarnes 47, viðbygging – Mál nr. 1007003

Sótt er um heimild til að byggja við frístundahús skv. uppdráttum frá Zeppelin arkitektum teikningar dags. 28.07.2010. Stærð viðbyggingar 55,8m² og 185,2m³.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

5

Dagverðarnes 115, flutningshús – Mál nr. 1007004

Sótt er um leyfi til að flytja frístundahús á lóðina skv. uppdráttum frá BfB dags. 27.06.2010. Stærðir 40,5m² og 134,0m³.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

6

Refsholt 2, verkfærageymsla – Mál nr. 1007005

Sótt er um leyfi til að byggja verkfærageymslu skv. uppdrætti frá Jóhannesi Rafni Kristjánssyni teikning dags. 01.07.2010. Stærðir 9,0m² og 18,9m³.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

7

Vatnsendahlíð 189, frístundahús – Mál nr. 1007006

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús og aukahús á lóðinni skv. teikningum frá tækniþjónustu Bjarna Árnasonar ehf..

Samþykkt.

8

Indriðastaðir 32 geymsluhús – Mál nr. 1007007

Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymsluhúss samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu SÁ. Stærðir 17,3m² og 57,8m³. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

9

Vatnsendahlíð 57, geymsla – Mál nr. 1007008

Sótt er um leyfi til að byggja geymslu skv. teikn frá ARKO teiknistofu dags. í júní 2010. Stærðir vantar. Fjarlægð frá þjóðvegi 60m.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Skipulagsmál

10

Nýtt deiliskipulag svæði S8 – Mál nr. SK080060

Frestað erindi. Deiliskipulagstillaga, svæði S8 í Dagverðarnesi. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda í kjölfar auglýsingar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingar á deiliskipulagstillögunni sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa.
Tillagan verður tekin til til afgreiðslu þegar hún hefur verið lagfærð í samræmi við samþykktar breytingar.

Framkvæmdarleyfi

11

Framkvæmdaleyfi vegna neysluvatnsöflunar í landi Indriðastaða. – Mál nr. SK090054

Umsókn Eignarlands ehf. um framkvæmdaleyfi vegna neysluvatnsöflunar í landi Indriðastaða.

Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi að uppfylltum athugasemdum við framlögð gögn, m.a. að stofnaðar verði lóðir um leigulönd borholunnar. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu í samráði við nefndina.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:20.