48 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Kjör oddvita út kjörtímabilið, sbr ný sveitarstjórnarlög. – Mál nr. 1207002

Davíð Pétursson gaf kost á sér áfram. Samþykkt.

2

Kjör varaoddvita út kjörtímabilið, sbr. ný sveitarstjórnarlög.. – Mál nr. 1207003

Stungið var upp á Jón E. Einarssyni. Samþykkt samhljóða að Jón E. Einarsson er kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.

3

Fjárhagsáætlun 2013 – Mál nr. 1211009

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2013

Fjárhagsaætlun lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu.

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda árið 2013 verði fyriri A – stofn 0,52% og fyrir B- og C- stofn 1,65%.

4

3 ára fjárhagsáætlun 2014-2016 – Mál nr. 1212005

Lögð fram til fyrri umræðu.

Áætlun rædd, samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

5

Innkaupareglur – Mál nr. 1109014

Lagðar fram tillögur KHG og GJG að innkaupareglum fyrir sveitarfélagið.

Rædd um tillögurnar. Vörukaup eru það óveruleg að tillögurnar eru ekki staðfestar. Ef vörukaup aukast verður málið tekið upp aftur. KHG sat hjá við afgreiðsluna.

6

27. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga – 2013 – Mál nr. 1301006

Boðað til landsþings.

Jón E. Einarsson kosinn nýr varafulltrúi á landssþingið í stað Fjólu Benediktsdóttur.

7

291.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1212007

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Oddviti lagði fram sameiginlega umsögn Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Ásahrepps, Fljótdalshrepps og Grímsnes- og Grafningshrepps. Fulltrúar sveitarfélaganna voru kallaðir á fund Umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. desember s.l.

Lögð fram sameiginleg umsögn fyrrnefndra sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Samþykkt að vera í samfloti sveitarfélaganna til að skoða næstu skref í málinu en Alþingi samþykkti lagabreytingu í desember.

8

429.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1301005

Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd.

Málinu vísað til umhverfisnefndar.

9

Erindi frá FVA – Mál nr. 1210025

Lagt fram ósk um framlag til tækjakaupa á árinu 2013 hjá Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Framlagið samþykkt.

10

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er varðar almennar húsaleigubætur fjárhagsárið 2013. – Mál nr. 1209017

Lagt fram.

11

Erindi frá Landgræðlsu ríkisins – Mál nr. 1211012

Lagt fram bréf þar sem er óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið „Bændur græða landið“

Afgreiðslu frestað.

12

Erindi frá Landsbyggðin lifi – Mál nr. 1211013

Óskað eftir styrk við starfsemina.

Hafnað.

13

Erindi frá Loftmyndum ehf. – Mál nr. 1211014

Lagt fram bréf frá Loftmyndum ehf.

Vísað til skipulags- og byggingafulltrúa.

14

Erindi frá Varasjóði Húsnæðismála – Mál nr. 1206018

Varasjóður Húsnæðismála óskar eftir að fá sent frá sveitarfélaginu upplýsingar um þann aðila sem hefur umsjón með félagslegum leiguíbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins.

Oddvita falið að svara erindinu.

15

Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1301011

Stefnt að boða fund með formönnum 26. febrúar n.k.

16

Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang. – Mál nr. 1210019

Lagt fram erindi frá Sorpurðun Vesturlands.

Lagt fram.

17

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

Ljósleiðaramál

Samþykkt að fá fulltrúa Eflu ehf. og fleiri aðila á fund hreppsnefndar.

18

Notkun vélknúinna ökutækja við leitir – Mál nr. 1208007

Erindið frá Umhverfisstofnun lagt fram.

19

Ósk um stofnun lögbýlis. – Mál nr. 1211011

Lagt fyrir að nýju.

Málinu frestað, oddvita falið að afla frekari gagna.

20

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa – Mál nr. 1208004

Staða málsins

Oddvita falið að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

21

Samráðsvettvangur Vesturlands – Mál nr. 1210029

Lögð fram gögn frá SSV er varðar Samráðsvettvang Vesturlands.

KHG sagði frá fundi er haldinn var 12. desember s.l. KHG lagði fram tillögu um að Skorradalshreppur óskaði eftir fulltrúa í stjórn SSV. Oddviti greindi frá að stjórn SSV er skipuð út kjörtímabilið og væntanlegar breytingar á henni við upphaf næsta kjörtímabils. Tillagan KGH fellur um sjálfa sig.

22

Skákdagur Íslands 2013 – Mál nr. 1301009

Lagt fram bréf Skáksambands Íslands.

Bréfið kynnt.

23

Skil á skýrslum um refa-og minkaveiða á veiðiárinu 2011/2012 – Mál nr. 1210026

Lögð fram skýrsla um refa og minkaveiðar 2011/2012. Alls voru 58 refir og 65 minkar felldir í Skorradalshreppi.

24

Skránig reiðleiða – kortasjá – Mál nr. 1210028

Lagt fram erindi frá Landssambandi hestamannafélaga – ósk um stuðning við verkefnið.

Málinu frestað, KHG falið að skoða málið.

25

Styrkbeiðni vegna forvarnarbúnaðar við gróðurelda. – Mál nr. 1301004

Lagt fram bréf frá Huldu Guðmundsdóttir, Fitjum

Afgreiðslu frestað, oddvita falið skoða málið og afla meiri gagna.

26

Svar Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindarráðuneytis um frumvarp til laga um náttúruvernd – Mál nr. 1209029

Lagt fram svar Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindarráðuneytis um frumvarp til laga um náttúruvernd

27

Tilkynning um stofnunar Minjastofnunar Íslands – Mál nr. 1301003

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands.

Vísað til skipulags- og bygginganefndar.

28

Vatnshorn – Mál nr. 1211010

Lagt fram svarbréf oddvita.

29

Vegna útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 – Mál nr. 1206015

Lagt fram.

30

Vinna og Virkni 2013 – Mál nr. 1211016

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram.

31

Vetrarþjónusta tengivegar 508 á útmánuðum 2013: – Mál nr. 1301008

Lögð fram tillaga frá KHG

Tillagan samþykkt og oddvita falið að láta framkvæma verkið ef þörf er á.

Fundargerðir til kynningar

32

Fundargerð 799.fundar stjórnar – Mál nr. 1209035

Lögð fram fundargerð 799.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag.

33

Fundargerðir nr. 66,67,68 – Mál nr. 1209018

Lagðar fram.

34

Fundargerðir nr. 69,70 og 71 hjá Menningarráði Vesturlands – Mál nr. 1212007

Lagðar fram.

35

Fundur nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1206017

Lögð fram fundargerð nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf.

36

Fundur nr,100 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1208006

37

Fundur nr. 101 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1209042

Fundargerðin lögð fram.

38

Fundur nr. 102 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1210027

Fundargerðin lögð fram.

39

Fundur nr. 103 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1211015

Fundargerðin lögð fram.

40

Fundur nr. 104 hjá Faxaflóahöfnum – Mál nr. 1212005

Lögð fram til kynningar

41

Fundur nr. 105 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1301001

Fundargerðin lögð fram.

42

Hreppsnefnd – 42 – Mál nr. 1206002F

Lögð fram.

43

Hreppsnefnd – 43 – Mál nr. 1206003F

Lögð fram.

44

Hreppsnefnd – 44 – Mál nr. 1209002F

Lögð fram.

45

Hreppsnefnd – 45 – Mál nr. 1209004F

Lögð fram.

46

Hreppsnefnd – 46 – Mál nr. 1210001F

Lögð fram.

47

Hreppsnefnd – 47 – Mál nr. 1212002F

Lögð fram.

Skipulagsmál

48

Indriðastaðir, öryggishlið, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1209002

Breyting deiliskipulags á Bleikulágarás í landi Indriðastaða var grenndarkynnt frá 27. nóv. til 27. des. 2012 sbr. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar umsókn byggingarleyfis öryggishliðs á Hrísás. Engar athugasemdir bárust

Breytingin er því samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að klára málið.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

17:45.