Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Kjör oddvita út kjörtímabilið, sbr ný sveitarstjórnarlög. – Mál nr. 1207002
| |
Davíð Pétursson gaf kost á sér áfram. Samþykkt.
| ||
|
||
2
|
Kjör varaoddvita út kjörtímabilið, sbr. ný sveitarstjórnarlög.. – Mál nr. 1207003
| |
Stungið var upp á Jón E. Einarssyni. Samþykkt samhljóða að Jón E. Einarsson er kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.
| ||
|
||
3
|
Fjárhagsáætlun 2013 – Mál nr. 1211009
| |
Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2013
| ||
Fjárhagsaætlun lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu.
Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda árið 2013 verði fyriri A – stofn 0,52% og fyrir B- og C- stofn 1,65%. | ||
|
||
4
|
3 ára fjárhagsáætlun 2014-2016 – Mál nr. 1212005
| |
Lögð fram til fyrri umræðu.
| ||
Áætlun rædd, samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
| ||
|
||
5
|
Innkaupareglur – Mál nr. 1109014
| |
Lagðar fram tillögur KHG og GJG að innkaupareglum fyrir sveitarfélagið.
| ||
Rædd um tillögurnar. Vörukaup eru það óveruleg að tillögurnar eru ekki staðfestar. Ef vörukaup aukast verður málið tekið upp aftur. KHG sat hjá við afgreiðsluna.
| ||
|
||
6
|
27. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga – 2013 – Mál nr. 1301006
| |
Boðað til landsþings.
| ||
Jón E. Einarsson kosinn nýr varafulltrúi á landssþingið í stað Fjólu Benediktsdóttur.
| ||
|
||
7
|
291.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1212007
| |
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Oddviti lagði fram sameiginlega umsögn Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Ásahrepps, Fljótdalshrepps og Grímsnes- og Grafningshrepps. Fulltrúar sveitarfélaganna voru kallaðir á fund Umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. desember s.l.
| ||
Lögð fram sameiginleg umsögn fyrrnefndra sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Samþykkt að vera í samfloti sveitarfélaganna til að skoða næstu skref í málinu en Alþingi samþykkti lagabreytingu í desember.
| ||
|
||
8
|
429.mál umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. – Mál nr. 1301005
| |
Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd.
| ||
Málinu vísað til umhverfisnefndar.
| ||
|
||
9
|
Erindi frá FVA – Mál nr. 1210025
| |
Lagt fram ósk um framlag til tækjakaupa á árinu 2013 hjá Fjölbrautarskóla Vesturlands.
| ||
Framlagið samþykkt.
| ||
|
||
10
|
Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er varðar almennar húsaleigubætur fjárhagsárið 2013. – Mál nr. 1209017
| |
Lagt fram.
| ||
|
||
11
|
Erindi frá Landgræðlsu ríkisins – Mál nr. 1211012
| |
Lagt fram bréf þar sem er óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið „Bændur græða landið“
| ||
Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
12
|
Erindi frá Landsbyggðin lifi – Mál nr. 1211013
| |
Óskað eftir styrk við starfsemina.
| ||
Hafnað.
| ||
|
||
13
|
Erindi frá Loftmyndum ehf. – Mál nr. 1211014
| |
Lagt fram bréf frá Loftmyndum ehf.
| ||
Vísað til skipulags- og byggingafulltrúa.
| ||
|
||
14
|
Erindi frá Varasjóði Húsnæðismála – Mál nr. 1206018
| |
Varasjóður Húsnæðismála óskar eftir að fá sent frá sveitarfélaginu upplýsingar um þann aðila sem hefur umsjón með félagslegum leiguíbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins.
| ||
Oddvita falið að svara erindinu.
| ||
|
||
15
|
Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1301011
| |
Stefnt að boða fund með formönnum 26. febrúar n.k.
| ||
|
||
16
|
Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang. – Mál nr. 1210019
| |
Lagt fram erindi frá Sorpurðun Vesturlands.
| ||
Lagt fram.
| ||
|
||
17
|
Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014
| |
Ljósleiðaramál
| ||
Samþykkt að fá fulltrúa Eflu ehf. og fleiri aðila á fund hreppsnefndar.
| ||
|
||
18
|
Notkun vélknúinna ökutækja við leitir – Mál nr. 1208007
| |
Erindið frá Umhverfisstofnun lagt fram.
| ||
|
||
19
|
Ósk um stofnun lögbýlis. – Mál nr. 1211011
| |
Lagt fyrir að nýju.
| ||
Málinu frestað, oddvita falið að afla frekari gagna.
| ||
|
||
20
|
Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa – Mál nr. 1208004
| |
Staða málsins
| ||
Oddvita falið að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
21
|
Samráðsvettvangur Vesturlands – Mál nr. 1210029
| |
Lögð fram gögn frá SSV er varðar Samráðsvettvang Vesturlands.
| ||
KHG sagði frá fundi er haldinn var 12. desember s.l. KHG lagði fram tillögu um að Skorradalshreppur óskaði eftir fulltrúa í stjórn SSV. Oddviti greindi frá að stjórn SSV er skipuð út kjörtímabilið og væntanlegar breytingar á henni við upphaf næsta kjörtímabils. Tillagan KGH fellur um sjálfa sig.
| ||
|
||
22
|
Skákdagur Íslands 2013 – Mál nr. 1301009
| |
Lagt fram bréf Skáksambands Íslands.
| ||
Bréfið kynnt.
| ||
|
||
23
|
Skil á skýrslum um refa-og minkaveiða á veiðiárinu 2011/2012 – Mál nr. 1210026
| |
Lögð fram skýrsla um refa og minkaveiðar 2011/2012. Alls voru 58 refir og 65 minkar felldir í Skorradalshreppi.
| ||
|
||
24
|
Skránig reiðleiða – kortasjá – Mál nr. 1210028
| |
Lagt fram erindi frá Landssambandi hestamannafélaga – ósk um stuðning við verkefnið.
| ||
Málinu frestað, KHG falið að skoða málið.
| ||
|
||
25
|
Styrkbeiðni vegna forvarnarbúnaðar við gróðurelda. – Mál nr. 1301004
| |
Lagt fram bréf frá Huldu Guðmundsdóttir, Fitjum
| ||
Afgreiðslu frestað, oddvita falið skoða málið og afla meiri gagna.
| ||
|
||
26
|
Svar Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindarráðuneytis um frumvarp til laga um náttúruvernd – Mál nr. 1209029
| |
Lagt fram svar Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindarráðuneytis um frumvarp til laga um náttúruvernd
| ||
|
||
27
|
Tilkynning um stofnunar Minjastofnunar Íslands – Mál nr. 1301003
| |
Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands.
| ||
Vísað til skipulags- og bygginganefndar.
| ||
|
||
28
|
Vatnshorn – Mál nr. 1211010
| |
Lagt fram svarbréf oddvita.
| ||
|
||
29
|
Vegna útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 – Mál nr. 1206015
| |
Lagt fram.
| ||
|
||
30
|
Vinna og Virkni 2013 – Mál nr. 1211016
| |
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
| ||
Lagt fram.
| ||
|
||
31
|
Vetrarþjónusta tengivegar 508 á útmánuðum 2013: – Mál nr. 1301008
| |
Lögð fram tillaga frá KHG
| ||
Tillagan samþykkt og oddvita falið að láta framkvæma verkið ef þörf er á.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
32
|
Fundargerð 799.fundar stjórnar – Mál nr. 1209035
| |
Lögð fram fundargerð 799.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag.
| ||
|
||
33
|
Fundargerðir nr. 66,67,68 – Mál nr. 1209018
| |
Lagðar fram.
| ||
|
||
34
|
Fundargerðir nr. 69,70 og 71 hjá Menningarráði Vesturlands – Mál nr. 1212007
| |
Lagðar fram.
| ||
|
||
35
|
Fundur nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1206017
| |
Lögð fram fundargerð nr.99 hjá Faxaflóahöfnum sf.
| ||
|
||
36
|
Fundur nr,100 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1208006
| |
|
||
37
|
Fundur nr. 101 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1209042
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
38
|
Fundur nr. 102 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1210027
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
39
|
Fundur nr. 103 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1211015
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
40
|
Fundur nr. 104 hjá Faxaflóahöfnum – Mál nr. 1212005
| |
Lögð fram til kynningar
| ||
|
||
41
|
Fundur nr. 105 hjá Faxaflóahöfnum. – Mál nr. 1301001
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
42
|
Hreppsnefnd – 42 – Mál nr. 1206002F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
43
|
Hreppsnefnd – 43 – Mál nr. 1206003F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
44
|
Hreppsnefnd – 44 – Mál nr. 1209002F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
45
|
Hreppsnefnd – 45 – Mál nr. 1209004F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
46
|
Hreppsnefnd – 46 – Mál nr. 1210001F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
47
|
Hreppsnefnd – 47 – Mál nr. 1212002F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
48
|
Indriðastaðir, öryggishlið, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1209002
| |
Breyting deiliskipulags á Bleikulágarás í landi Indriðastaða var grenndarkynnt frá 27. nóv. til 27. des. 2012 sbr. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar umsókn byggingarleyfis öryggishliðs á Hrísás. Engar athugasemdir bárust
| ||
Breytingin er því samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að klára málið.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
17:45.