Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
47. fundur
Þriðjudaginn 29. júní 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón Pétur Líndal, Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og Ómar Pétursson.
Fundarritari var Ómar Pétursson.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Skipulags- og byggingarnefnd, verkaskipting – Mál nr. 1006035
| |
Kosning formanns og ritara.
| ||
Jón E. Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal ritari, Pétur Davíðsson nefndarmaður.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Vatnsendahlíð 21, viðbygging – Mál nr. 1006027
| |
Sótt er um leyfi fyrir stækkun frístundahússins samkvæmt uppdráttum frá Sigurði Hafsteinssyni. Stærðir eftir breytingu 81,1m² og 259,9m³
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
3
|
Stóra-Drageyri 2, frístundahús – Mál nr. 1006030
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss samkvæmt uppdráttum frá Nýhönnun. Stærðir 143,3m² og 511,1m³
| ||
Samþykkt að grenndarkynna erindið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum nr 1, 3, 4, 5 og landeiganda.
| ||
|
||
4
|
Indriðastaðir 43 nýtt frístundahús – Mál nr. 1006040
| |
Sótt er um að flytja á lóðina nýtt hús í stað þess gamla sem verður fjarlægt. Erindinu fylgja teikningar frá Teiknivangi dags. 10. júní sl. Stærðir 105,2m² 349,4m³.
| ||
Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum að Indriðastöðum 41, 42 og 44 og Lambaási 6, 7, 8 og 9 og landeiganda. Auk þess verði áform um flutning á húsinu kynnt.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
5
|
Breyting á svæðisskipulagi sveitafélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Dagverðarness. – Mál nr. SK080059
| |
Aftur til umræðu tillöguuppdráttur, að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar í landi Dagverðarnes. Breytingarnar felast í svæði fyrir verslun og hluti skógræktarsvæði eru gerð að frístundarsvæði og einnig er aukið skógræktarsvæði ofan vegar.
| ||
Vísað er í samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda. Svæðisskipulagsbreytingin samþykkt.
| ||
|
||
6
|
Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024
| |
Aftur fyrir fund,tillaga að breytingu á aðalskipulgi Dagverðarness
| ||
Vísað er í samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda. Aðalskipulagsbreytingin samþykkt.
| ||
|
||
7
|
Nýtt deiliskipulag svæði S8 – Mál nr. SK080060
| |
Lögð fram að nýju eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga, að nýju deiliskipulagi á Svæði S8. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti dags. 6.7.2009 ásamt greinargerð dags. 1.9.2009 unnið af Arkitektastofan OG ehf.
Athugasemdir bárust. | ||
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna umsagna og innsendra athugasemda, afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
8
|
Dagverðarnes 43, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1006024
| |
Sótt er um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar nr. 43 við Dagverðarnes. Hámarksbyggingarmagn verði 85 fm eftir breytinguna.
| ||
Samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 41, 42, 44, 45, 46 og lendeiganda Dagverðarness.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
9
|
Lambaás 8 – Mál nr. 1006028
| |
Sótt er um leyfi til jarðvegsskipta undir bílastæði og húsi. Einnig er sótt um leyfi fyrir gerð manar við lóðamörk á milli 8 og 10.
| ||
Samþykkt, enda verði mön grenndarkynnt lóðareiganda að Lambaási 10.
| ||
|
||
10
|
Efnistaka í landi Bakkakots, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006031
| |
Sótt er um nýtt efnistökusvæði í landi Bakkakots. Stærð 0,98 ha, efnismagn 20.000m³.
| ||
Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðaskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.
| ||
|
||
11
|
Efnistaka norðan Andakílsár í landi Hálsa (náma II), framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006032
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku norðan Andakílsár í landi Hálsa. Um er að ræða námu sem nefnd er náma II í umsókn.
| ||
Vísað er í umsókn um sama mál sem tekið var fyrir á fundi nefndarinnar 16.08.2007.
Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðaskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis. Auk þess þarf að lagfæra gögn.
| ||
|
||
12
|
Efnistaka í landi Efstabæjar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006037
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Efstabæjar alls ca 200m³
| ||
Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðisskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.
| ||
|
||
13
|
Efnnistaka í landi Bakkakots og Efstabæjar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1006038
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Bakkakots og Efstabæjar. Áætluð efnistaka 20.000m³.
| ||
Efnistökusvæðið er ekki inn á gildandi svæðisskipulagi og er breyting á svæðisskipulaginu forsenda fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.
| ||
|
||
14
|
Borhola og og veitulögn í Vatnsenda, framkvæmdaleyfi. – Mál nr. 1006034
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borholu fyrir ferskt neysluvatn.
| ||
Vísað er til athugasemda skipulagsfulltrúa, afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
15
|
Dagverðarnes 47 – Mál nr. 1006036
| |
Sótt er um graftrarleyfi vegna stækkunar frístundarhússins, samkvæmt uppdráttum frá Orra Árnasyni.
| ||
Samþykkt að heimila jarðvegsskipti undir húsi, þar sem stærð húss eftir stækkun samræmist deiliskipulagsskilmálum.
| ||
|
||
Fyrispurn
| ||
16
|
Dagverðarnes 12 – Mál nr. 1006029
| |
Óskað er eftir áliti nefndarinnar á byggingaráformum á lóðinni.
| ||
Þakform samræmast ekki byggðamynstri svæðisins.
Byggingarmagn samræmist ekki skipulagsskilmálum á svæðinu.
| ||
|
||
Stöðuleyfi
| ||
17
|
Lambaás 8 – Mál nr. 1006044
| |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni
| ||
Stöðuleyfi veitt í eitt ár.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:45.