Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 17. desember 2012 kl. 20:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.
Hulda Guðmundsdóttir er á fundinum í gegnum netsamband.
Þetta gerðist:
|
Almenn mál
| ||
|
1
|
9. mánaðauppgjör 2012 – Mál nr. 1211008
| |
|
Lagt fram
| ||
|
Bókari fór yfir uppgjörið.
| ||
|
|
||
|
2
|
Erindi frá Umf. Íslendingi – Mál nr. 1210017
| |
|
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi.
| ||
|
Samþykkt að veita Umf. Íslendingi kr. 100.000 til reksturs Hreppslaugar og kr. 70.000,- til æskulýðs- og íþróttastarfs á árinu 2012.
| ||
|
|
||
|
3
|
Fjárbeiðni Stígamóta 2013 – Mál nr. 1211007
| |
|
Lagt fram erindi frá Stígamótum.
| ||
|
|
||
|
4
|
Fjárhagsáætlun 2013 – Mál nr. 1211009
| |
|
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun 2013
| ||
|
Farið yfir áætlunina. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
| ||
|
|
||
|
5
|
Notkun styrkvegafjárs frá Vegagerðinni. – Mál nr. 1210022
| |
|
Lagður fram samningur á milli oddvita Skorradalshrepps og Lambafells ehf. um lagfæringu á vegarslóða í landi Bakkakots og Vatnshorns.
| ||
|
Samningur samþykkur.
| ||
|
|
||
|
6
|
Ósk um stofnun lögbýlis. – Mál nr. 1211011
| |
|
Eigandi lóðarinnar Efri-Hrepps 1 óskar eftir meðmælum sveitarfélagsins til að skilgreina landið sem lögbýli.
| ||
|
Oddvita falið ræða við umsækjendur.
| ||
|
|
||
|
7
|
Snorraverkefnið 2013 – Mál nr. 1211005
| |
|
Lagt fram erindi frá Snorrasjóðnum um stuðning við Snorraverkefnið vegna ársins 2013
| ||
|
Ekki hægt að styrkja verkefnið.
| ||
|
|
||
|
8
|
Umsókn frá Umf. Íslendingi – Mál nr. 1210018
| |
|
Lögð fram umsókn frá Ungmennafélagingu Íslendingi.
| ||
|
Ekki er hægt að verða við erindinu.
| ||
|
|
||
|
9
|
Vatnshorn – Mál nr. 1211010
| |
|
Lagt fram erindi frá Lagastoð v/ Skógræktar ríkisins.
| ||
|
Oddvita falið að svara bréfritara.
| ||
|
|
||
|
10
|
Ákvörðun útsvarspróentu fyrir árið 2013 – Mál nr. 1212001
| |
|
Samþykkt lágmarksútsvar fyrir árið 2013, eða 12,44%.
| ||
|
|
||
|
11
|
Vegna refa og minkaveiða. – Mál nr. 1210021
| |
|
Bréf frá Birgi Haukssyni.
| ||
|
Samþykkt.
| ||
|
|
||
|
12
|
Umsókn um styrk – Mál nr. 1212002
| |
|
Lagt fram erindi frá Freyjukórnum um stuðning við starfsemi kórsins.
| ||
|
Samþykkt að veita umbeðinn styrk.
| ||
|
|
||
|
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
|
13
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 69 – Mál nr. 1210002F
| |
|
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. október s.l.
| ||
|
Fundargerðin samþykkt í 7. liðum.
| ||
|
|
||
|
14
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 70 – Mál nr. 1210004F
| |
|
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. október s.l.
| ||
|
Fundargerðin samþykkt í 1. lið.
| ||
|
|
||
|
15
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 71 – Mál nr. 1211002F
| |
|
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. nóvember s.l.
| ||
|
Liðir 1 til 4 og liðir 6 til 10. samþykktir. Liður 5 féll á jöfnu. JEE og KHG greiddu með liðnum. PD og JFS greiddu gegn málinu. DP sat hjá.
| ||
|
|
||
|
Skipulagsmál
| ||
|
16
|
Indriðastaðahlíð 114 og 116, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1205005
| |
|
Deiliskipulag var grenndarkynnt frá 25. sept. til 25. okt. 2012 sbr. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
| ||
|
Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda
| ||
|
|
||
|
17
|
Minnisblað skipulagsfulltrúa. – Mál nr. 1212004
| |
|
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa frá 15. desember s.l. þar sem óskað afgreiðslu hreppsnefndar á 8 erindum.
| ||
|
Liðir 2-5 hafa verið teknir fyrir á fundinum sem sér dagskrármál. Varðandi liði nr. 1,6 og 7 er varða byggingarmál á eftirfarandi lóðum, Efri-Hrepp 1, Indriðastaði 30 og Fitjahlíð 32. Hreppsnefnd samþykkir að leita meðmæla Skipulagsstofnunar um áframhaldandi framgöngu þeirra mála. Varðandi lið 8, sem varðar öryggishlið á Indriðastöðum er það mál ekki tekið fyrir þar sem afgreiðsla þess féll á jöfnu við afgreiðslu fundargerðar skipulags- og bygginganefndar, fyrr á þessum fundi, sjá dagskrárlið 15.
| ||
|
|
||
|
Framkvæmdarleyfi
| ||
|
18
|
Heimreið í Efri Hrepp – Mál nr. 1210016
| |
|
Á 70. fundi Skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að óska við hreppsnefnd að veitt yrði framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimreiðar frá Mófellstaðavegi að nýrri íbúðarlóð Efri Hrepps 1
| ||
|
Hreppsnefnd veitir framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaleyfisgjald er ákveðið kr. 60.000,- ásamt aukakostnaði sbr. gjaldskrá ef hann bætist við.
| ||
|
|
||
|
19
|
Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001
| |
|
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita framkvæmdaleyfi með tilskildum skilyrðum.
| ||
|
Hreppsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaleyfisgjald ákveðið kr. 60.000,- ásamt aukakostnaði sbr. gjaldskrá ef hann bætist við.
| ||
|
|
||
|
20
|
Lögrétt í landi Horn – Mál nr. 1207004
| |
|
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 67. fundi sínum að kynna framkvæmdaleyfi fyrir landeiganda og Vegagerð þar sem fyrirhugað er að reisa lögrétt í landi Horns. Landeigendur hafa samþykkt með undirritun sinni á grenndarkynningargögn að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
| ||
|
Hreppsnefnd veitir framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaleyfisgjald er ákveðið kr. 60.000,- ásamt aukakostnaði sbr. gjaldskrá ef hann bætist við.
| ||
|
|
||
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:25.
