46 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
46. fundur
Miðvikudaginn 9. júní 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Ómar Pétursson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ómar Pétursson.
Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Indriðastaðir 43, brottflutningur á húsi – Mál nr. 1006004

Sótt er um leyfi til að flytja frístundahús af lóðinni.

Samþykkt með fyrirvara um framvísun veðbókarvottorðs.

2

Indriðastaðir 43 nýtt frístundahús – Mál nr. 1006005

Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina frístundahús samkvæmt teikningum frá Teiknivangi. Stærð húss 80m²

Málið kynnt, afgreiðslu frestað.

3

Fitjahlíð 16, geymsla – Mál nr. 1006016

Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymslu samkvæmt uppdráttum frá Birni H. Jóhannessyni. Stærð 12m².

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4

Vatnsendahlíð 186, frístundahús – Mál nr. 1006015

Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús samkvæmt uppdráttum frá Samúel Smára Hreggviðssyni. Stærð 80,5m²

Samþykkt.

5

Fitjahlíð 9, gestahús. – Mál nr. 1006014

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús samkvæmt uppdráttum frá Sigurði Þorvarðarsyni. Stærð 15,1m² og 43,3m³

Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags-og byggingarlaga lóðarhöfum í Fitjahlíð 5, 7, 7a, 8, 9a, 11 og landeigendum þegar lagfærð gögn liggja fyrir.

6

Indriðastaðahlíð 162, stækkun anddyris – Mál nr. 1006012

Sótt er um leyfi fyrir stækkun anddyris samkvæmt uppdráttum frá Sveini Ívarssyni.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

7

Skógarás 5, geymsla – Mál nr. 1006011

Sótt er um leyfi fyrir byggingu 4,4m² geymslu.

Samþykkt.

8

Furuhvammur 10, geymsla – Mál nr. 1006010

Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymslu samkvæmt uppdráttum frá Gísla Sæmundssyni. Stærðir 11,7m² og 29,5m³

Samþykkt.

9

Fitjahlíð 63 stækkun frístundahúss – Mál nr. 1006008

Sótt er um leyfi fyrir stækkun frístundahúss samkvæmt uppdráttum frá Sæmundi Eiríkssyni. Stærð eftir breytingu 131,4m²

Samþykkt að grenndarkynna bygginganefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum í Fitjahlíð 61, 63a, 65, 68a og landeigendum.

10

Indriðastaðir 32 geymsluhús – Mál nr. 1006007

Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymsluhúss samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu SÁ. Stærðir 17,3m² og 57,8m³.

Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum Fitjahlíð 25, 31, 33, 50, 51, 52 og landeigendum.

11

Vatnsendahlíð 185 flutningur húss á lóð – Mál nr. 1006006

Sótt er um leyfi fyrir flutning húss á lóðina. Stærð 47,0m².

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Skipulagsmál

12

Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024

Aftur fyrir fund eftir auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness. Athugsemdir bárust. Samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum lögð fram.

Athugasemdir kynntar og ræddar. Afgreiðslu frestað.

13

Dagverðarnes 19, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1006017

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, breyting verður á skilmálum lóðarinnar nr 19, þannig að hámarksbyggingarmagn verður 80m².

Samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum að Dagverðarnesi 17, 18, 21, 22 og landeiganda Dagverðarness.

14

Svæði 4, breyting á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 204 – Mál nr. 1006018

Aftur til umræðu deiliskipulagsbreyting vegna lóðarinnar Dagverðarnes 204. Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. maí 2010 og bréf Gunnars S. Óskarssonar dagsett 21. maí 2010.

Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Stöðuleyfi

15

Dynhvammur 1, gámur – Mál nr. 1006009

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám í 6. mánuði

Samþykkt.

Formaður þakkar gott samstarf en þetta er síðasti fundur nefndarinnar á kjörtímabilinu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:30.