Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
46. fundur
Miðvikudaginn 9. júní 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Ómar Pétursson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ómar Pétursson.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Indriðastaðir 43, brottflutningur á húsi – Mál nr. 1006004
| |
Sótt er um leyfi til að flytja frístundahús af lóðinni.
| ||
Samþykkt með fyrirvara um framvísun veðbókarvottorðs.
| ||
|
||
2
|
Indriðastaðir 43 nýtt frístundahús – Mál nr. 1006005
| |
Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina frístundahús samkvæmt teikningum frá Teiknivangi. Stærð húss 80m²
| ||
Málið kynnt, afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
3
|
Fitjahlíð 16, geymsla – Mál nr. 1006016
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymslu samkvæmt uppdráttum frá Birni H. Jóhannessyni. Stærð 12m².
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
4
|
Vatnsendahlíð 186, frístundahús – Mál nr. 1006015
| |
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús samkvæmt uppdráttum frá Samúel Smára Hreggviðssyni. Stærð 80,5m²
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
5
|
Fitjahlíð 9, gestahús. – Mál nr. 1006014
| |
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús samkvæmt uppdráttum frá Sigurði Þorvarðarsyni. Stærð 15,1m² og 43,3m³
| ||
Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags-og byggingarlaga lóðarhöfum í Fitjahlíð 5, 7, 7a, 8, 9a, 11 og landeigendum þegar lagfærð gögn liggja fyrir.
| ||
|
||
6
|
Indriðastaðahlíð 162, stækkun anddyris – Mál nr. 1006012
| |
Sótt er um leyfi fyrir stækkun anddyris samkvæmt uppdráttum frá Sveini Ívarssyni.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
7
|
Skógarás 5, geymsla – Mál nr. 1006011
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu 4,4m² geymslu.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
8
|
Furuhvammur 10, geymsla – Mál nr. 1006010
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymslu samkvæmt uppdráttum frá Gísla Sæmundssyni. Stærðir 11,7m² og 29,5m³
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
9
|
Fitjahlíð 63 stækkun frístundahúss – Mál nr. 1006008
| |
Sótt er um leyfi fyrir stækkun frístundahúss samkvæmt uppdráttum frá Sæmundi Eiríkssyni. Stærð eftir breytingu 131,4m²
| ||
Samþykkt að grenndarkynna bygginganefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum í Fitjahlíð 61, 63a, 65, 68a og landeigendum.
| ||
|
||
10
|
Indriðastaðir 32 geymsluhús – Mál nr. 1006007
| |
Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymsluhúss samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu SÁ. Stærðir 17,3m² og 57,8m³.
| ||
Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum Fitjahlíð 25, 31, 33, 50, 51, 52 og landeigendum.
| ||
|
||
11
|
Vatnsendahlíð 185 flutningur húss á lóð – Mál nr. 1006006
| |
Sótt er um leyfi fyrir flutning húss á lóðina. Stærð 47,0m².
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
12
|
Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024
| |
Aftur fyrir fund eftir auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness. Athugsemdir bárust. Samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum lögð fram.
| ||
Athugasemdir kynntar og ræddar. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
13
|
Dagverðarnes 19, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1006017
| |
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, breyting verður á skilmálum lóðarinnar nr 19, þannig að hámarksbyggingarmagn verður 80m².
| ||
Samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum að Dagverðarnesi 17, 18, 21, 22 og landeiganda Dagverðarness.
| ||
|
||
14
|
Svæði 4, breyting á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 204 – Mál nr. 1006018
| |
Aftur til umræðu deiliskipulagsbreyting vegna lóðarinnar Dagverðarnes 204. Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. maí 2010 og bréf Gunnars S. Óskarssonar dagsett 21. maí 2010.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
| ||
|
||
Stöðuleyfi
| ||
15
|
Dynhvammur 1, gámur – Mál nr. 1006009
| |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám í 6. mánuði
| ||
Samþykkt.
| ||
|
Formaður þakkar gott samstarf en þetta er síðasti fundur nefndarinnar á kjörtímabilinu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:30.