Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 2. október 2012 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: 
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Ársreikningur 2011     –     Mál nr. 1207005 
 | |
| 
 Ársreikningur lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mæti Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofunni Álit ehf. Fór hann yfir ársreikninginn. 
 | ||
| 
 Samþykkt að vísa ársreikninginn til seinni umræðu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Málefni hreppsins     –     Mál nr. 1208010 
 | |
| 
 Lagt fram bréf Guðrúnar J. Guðmundsdóttur frá 19. ágúst s.l. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 6 mánaðauppgjör Skorradalshrepps 2012     –     Mál nr. 1209004 
 | |
| 
 6 mánaðauppgjör lagt fram. 
 | ||
| 
 Uppgjörið rætt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Ljósleiðarakerfi     –     Mál nr. 1204014 
 | |
| 
 Lögð fram skýrsla frá Eflu um ljóðleiðarakerfi. 
 | ||
| 
 Rætt um málið, vísað til næsta fundar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Útboðsgögn í skólaakstur     –     Mál nr. 1205016 
 | |
| 
 Lögð fram tillaga að kostnaðarskiptingu vegna skólaaksturs. 
 | ||
| 
 Málið rætt, afgreiðslu frestað. Oddvita falið að ræða við fulltrúa Borgarbyggðar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu     –     Mál nr. 1112007 
 | |
| 
 Hulda fór yfir stöðu málsins um að fá öryggismyndavélarnar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Vatnsmál í Birkimóa     –     Mál nr. 1208002 
 | |
| 
 Vatnslaust var í Birkimóa í ágúst s.l. 
 | ||
| 
 PD sagði frá hvernig mál þróuðist. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Slökkviliðsbíllinn Skorri     –     Mál nr. 1208003 
 | |
| 
 Lagðar fram myndir af bílnum sem sýnir skemmdir á festingum á bílum. 
 | ||
| 
 Oddviti sagði frá stöðu mála, en búið er laga bílinn. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Ósk um að gera tilboð í snjómokstur í sveitarfélaginu.     –     Mál nr. 1204012 
 | |
| 
 Hulda lagði fram greinargerð um málið. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir að skipa starfshóp sem hafi það verkefni að móta ákveðna tillögu um vetrarþjónustu – mokstursdaga í Skorradalshreppi með áherslu á jöfnun aðstöðumunur íbúa. Samþykkt að skipa KHG og oddvita í starfshóp. Tillögur liggja fyrir n.k. áramót. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna gróðurelda í dalnum     –     Mál nr. 1206005 
 | |
| 
 Lagt fram minnisblað frá KHG. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir að KHG að vinna áfram með VIÐBRÖGÐ sem fram koma á minnisblaði dags. 22. september s.l. og eru í fjórum liðum, sem svar við tilmælum ABD. Greinargerð um stöðu/framgang mála verði lögð fram á fundi hreppsnefndar í desember n.k. Jafnframt felur hreppsnefnd KHG að kynna VIÐBRÖGÐ fyrir stjórn ABD. Kostnaður KHG skrifast á „gróðureldar“ 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 11   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 66     –     Mál nr. 1206005F 
 | |
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 12   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 67     –     Mál nr. 1207003F 
 | |
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 13   
 | 
 Fundur nr,100 hjá Faxaflóahöfnum sf.     –     Mál nr. 1208006 
 | |
| 
 Lögð fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 14   
 | 
 Dagverðarnes 129, umsókn um deiliskipulagsbreytingu     –     Mál nr. 1206003 
 | |
| 
 Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur Skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 15   
 | 
 Dagverðarnes 30 á S1, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1206012 
 | |
| 
 Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur Skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 16   
 | 
 Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar     –     Mál nr. 1110007 
 | |
| 
 Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur Skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 17   
 | 
 Dagverðarnes 119     –     Mál nr. 1205001 
 | |
| 
 Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur Skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 18   
 | 
 Efnistaka á eyrum Fitjaár.     –     Mál nr. 1204003 
 | |
| 
 Hreppsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið. Framkvæmdarleyfisgjald ákveðið kr. 70.000 ásamt viðbættum aukakostnaði sbr. gjaldskrá ef hann bætist við. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
00:45.
