Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
44. fundur
Mánudaginn 29. mars 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Ómar Pétursson og Jón Pétur Líndal.
Fundarritari var Ómar Pétursson, byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi – umsagnir og vísanir
| ||
1
|
Umhverfisnefnd Alþingis. 425., 426. og 427. mál til umsagnar. – Mál nr. 1003018
| |
Erindi vísað til Skipulags- og byggingarnefndar frá Hreppsnefnd. Jafnframt lagðar fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitafélaga um lagafrumvörpin.
| ||
Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögnum um lagafrumvörpin og leggja fyrir sveitarstjórn.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Frístundahús – Mál nr. SK080056
| |
Áður frestað erindi. Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á steyptum sökkli með kjallara að hluta með einhallandi þakformi og palli við þrjár hliðar hússins teikningar dags. 10.10.2008 og unnar af Marvin Ívarssyni hjá Teiknir ehf. á lóðinni nr. 109 við Fitjahlíð í landi Fitja. meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 15. október 2008.
Stærðir kjallara 32,0 ferm. 1. hæð 119,7 ferm. samtals 151,7 ferm., 475,4 rúmm. | ||
Þar sem húsgerð, stærð og útlit, er ekki í samræmi við byggðamynstur í Fitjahlíð er erindinu hafnað.
| ||
|
||
3
|
Frístundahús – Mál nr. 1003030
| |
Erindi Sigurðar Halldórssonar í umboði Steinþórs Pálssonar um leyfi fyrir byggingu frístundahúss á lóðinni Indriðastaðahlíð 116. Stærðir 103,1m² og 342,0m³ samkvæmt teikningum frá Gláma- Kím dags. 25.03.2010
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
4
|
Vatnsendahlíð 186, deiliskipulagsbreyting 8. áfangi – Mál nr. SK100007
| |
Áður frestað erindi. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í Vatnsendahlíð 8. áfanga. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 186 og gerir ráð fyrir auknum byggingarheimildum þar sem sótt hefur verið um að á lóðinni megi vera íbúðarhús í stað frístundahúss. Erindinu fylgir uppdráttur með greinargerð gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. 27.01.10.
| ||
Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga.
| ||
|
||
5
|
Breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1003031
| |
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi 5. áfanga í Dagverðarnesi samkvæmt uppdrætti frá Sturlu Þór Jónssyni, dags. 29.03.2010.
| ||
Nefndin tekur afstöðu til skilmála, lagfæra þarf gögn, skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum til vinnsluaðila. Málinu frestað.
| ||
|
||
6
|
Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi – Mál nr. 1003032
| |
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi IV áfanga. Breytingin felst í að skilmáum fyrir lóðina Refsholt 45 breytast, samkvæmt uppdrætti frá Arkís dags. 25.03.2010.
| ||
Samþykkt að grenndarkynna erindið samkv. 2. mgr. 26 gr.skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum Refsholts 13, 40, 43, 44, 47 og landeiganda.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
7
|
Endurnýjun á hitaveitulögn – Mál nr. 1003033
| |
Björgvin Helgason fh. Orkuveitu Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á hitaveitulögn um 1,2 km með Dragvegi 520 samkvæmt bréfi dags. 26.03.2010 og uppdráttum gerðum af Orkuveitu Reykjvaíkur
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að leyfi verði veitt að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
24:00.