43 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2010, mánudaginn 8. mars kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 43. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson. Jón Pétur Líndal boðaði forföll í upphafi fundar.
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál

1.

Indriðastaðir 134056, Deiliskipulag Indriðastaðir 1-4

(00.0300.00)

Mál nr. SK100011

600269-0709 Skorradalshreppur, Grund, 311 Borgarnes
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Indriðastaðir 1-4
Nefndin tekur jákvætt í drög að deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að drögin verði kynnt fyrir hlutaðeigandi.

2.

Dagverðarnes 133952, Svæði 5, deiliskipulagsbreyting

(00.0120.00)

Mál nr. SK100012

290546-3979 Steinunn Margrét Tómasdóttir, Flókagötu 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar. Breytingin felst í því að byggingarreitur er stækkaður og hámarks byggingarmagn á lóð verður 300 m².
Í gildandi deiliskipulagi er hámarks byggingarmagn 120m². Nefndin telur að ósk um aukið byggingarmagn á lóðinni sé of mikið til að heimila það á einni lóð umfram aðrar lóðir á skipulagssvæðinu. Erindinu hafnað
Byggingarl.umsókn

3.

Fitjahlíð 56, frístundahús, stækkun

(16.0005.60)

Mál nr. SK090052

150453-3729 Þórður Björnsson, Grundartúni 4, 300 Akranes
Aftur til umræðu, áður frestuðu erindi. Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi frístundahús skv. teikningum Lúðvíks D. Björnssonar dags. 23.01.10. Heildarstærð með viðbyggingu verður 116,1 fm.
Samþykkt að grenndarkynna erindið samkvæmt 7. mgr. 43. gr . skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynna skal fyrir lóðahöfum Fitjahlíð 47, 49, 51a, 54, 58 og landeigendum.

4.

Fitjahlíð 52, byggingarleyfisumsókn, bátaskýli

(16.0005.20)

Mál nr. SK100009

681166-0179 Síðumúli 21 sf, Haukshólum 3, 111 Reykjavík
Aftur til umræðu, áður frestað erindi. Sótt er um leyfi til að byggja bátaskýli á lóðinni skv. teikningum gerðum af Klöpp arkitektar-verkfræðingar ehf dags. jan. 2010, með breytingu 15.02.2010. Stærð bátaskýlis er 34,8fm.
Samþykkt að grenndarkynna erindið samkv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynna skal fyrir lóðahöfum Fitjahlíð 45, 47, 50, 54 og landeigendum.
Fyrirspurn

5.

Fitjahlíð 88, Frístundahús

(16.0008.80)

Mál nr. SK090039

051272-3749 Berglind Fjóla Steingrímsdóttir, Grýtubakka 24, 109 Reykjavík
Aftur til umræðu, óskað er eftir viðhorfi skipulags- og byggingarnefndar við byggingu 80m² frístundahúss á lóðinni.
Heimilt er að byggja 60 fm frístundahús á lóðinni.

6.

Fitjahlíð 63, Stækkun frístundahúss

(16.0006.30)

Mál nr. SK100010

210477-3659 Jóhann Garðar Ólafsson, Marteinslaug 8, 113 Reykjavík
Fyrirspurn um stækkun núverandi frístundahúss samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Klöpp ehf.
Nefndin tekur jákvætt í að erindið verði grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 00:18