Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 20. júní 2012 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ársreikningur SSV 2011 – Mál nr. 1204015
| |
Lagður fram.
| ||
|
||
2
|
Ársskýrsla v. þjónusta við fatlaða á Vesturlandi 2012 – Mál nr. 1205018
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
3
|
Dagur íslenskrar náttúru 16.sept 2012 – Mál nr. 1205013
| |
Erindinu vísað til umhverfisnefndar.
| ||
|
||
4
|
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2012. Rekstraryfirlit jan-apríl 2012 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1205007
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
5
|
Erindi frá aðalfundi BV þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að auka framlög til minka- og refaveiða – Mál nr. 1204009
| |
Sveitarfélagið hefur ekki haft neinn kvóta á minka- og refaveiðum í sveitarfélaginu og tekur undir erindi Búnaðarsamtaka Vesturlands.
| ||
|
||
6
|
Hreppsrétt – Mál nr. 1203008
| |
Samkomulag náðist við eiganda Horns að heimila að Hreppsrétt verði færð að Horni og þar verði byggð ný skilarétt fyrir fjallskiladeild Hreppsréttar. Samþykkt að nafninu verði breytt í Hornsrétt. Skipað hefur verið í fjallskilanefnd Hornsréttar og hana skipa Jón Eiríkur Einarsson, Jóhannes Guðjónsson og sveitarstjórn Borgarbyggðar skipar fulltrúa sinn í nefndina. Nefndinni er falið að búa til starfsreglur nefndarinnar sem síðan verða lagðar fyrir hreppsnefndir til samþykktar einnig nefndinni falið að sjá um að sækja um framkvæmdar og skipulagsleyfi fyrir réttina og sjái um byggingu hennar. Jóni er falið að boða nefndina saman þegar nefndin er fullskipuð.
| ||
|
||
7
|
Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar – Mál nr. 1205019
| |
Bréfið lagt fram.
| ||
|
||
8
|
Íbúaskrá2011 – Mál nr. 1204017
| |
Lögð fram íbúaskrá fyrir árið 2011
| ||
Samkvæmt íbúaskrá eru 66 íbúar skráðir 1.desember 2011
| ||
|
||
9
|
Ljósleiðarakerfi – Mál nr. 1204014
| |
Samþykkt að taka tilboði Eflu hf. í gerð forhönnunar- og kostnaðarmats. KHG og GJG sátu hjá við afgreiðsluna.
| ||
|
||
10
|
One – Skorradalshreppur – NÝTT kerfi, Ný útgáfa í SQL- Yfirfærsla/gagnaflutningur úr Gamla í Nýja – Mál nr. 1204016
| |
Búið er að uppfæra kerfið og reynist það vel.
| ||
|
||
11
|
Ósk um að gera tilboð í snjómokstur í sveitarfélaginu. – Mál nr. 1204012
| |
Erindi frá Tryggva Val Sæmundssyni.
| ||
Huldu falið að kanna hvernig snjómokstri er háttað í nágrannasveitarfélögum og koma með mótaða tillögu að snjómokstri fyrir næsta fund hreppsnefndar. Málinu frestað.
| ||
|
||
12
|
Faxaflóahafnir sf. – nýr sameignasamningur – Mál nr. 1203033
| |
Lagður fram
| ||
|
||
13
|
Staðfesting á útsvarprósentu við álagningu 2012 – Mál nr. 1204008
| |
Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2012 á tekjur ársins 2011
| ||
|
||
14
|
Styrkbeiðni v/verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. – Mál nr. 1205009
| |
Óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Eyðibýli á Íslandi með fjárstuðningi að upphæð 50.000 kr.
| ||
Stuðningurinn verður í formi húsnæðis og aðgangs að gögnum. Huldu falið að hafa samband við hópinn.
| ||
|
||
15
|
Svar við styrkumsókn um menningarsmiðju í fram-Skorradal – Mál nr. 1205010
| |
Lagt fram
| ||
|
||
16
|
Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga – Mál nr. 1204011
| |
Erindið lagt fram.
| ||
|
||
17
|
Kynnt beiðni frá Borgarbyggð þar sem sveitarfélagið óskar eftir útgáfu markaskráa verði frestað þar til ný fjallskilareglugerð er tilbúin – Mál nr. 1205017
| |
Skorradalshreppur styður ekki þá beiðni þar sem útgáfa markaskráa er lögbundin á landsvísu.
| ||
|
||
18
|
Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna gróðurelda í dalnum – Mál nr. 1206005
| |
Teknar fyrir tillögur sem beint var til sveitastjórnar fundinum sem var 14.júni sl.
| ||
Huldu falið að útbúa minnisblað út frá umræðum fundarins sem tekið verður fyrir á næsta hreppsnefndarfundi.
| ||
|
||
19
|
Kjörskrá til forsetakosninga 30.júní 2012 – Mál nr. 1206007
| |
Á kjörskrá eru 52. Kjörskrá lögð fram hún yfirfarin og samþykkt.
| ||
|
||
20
|
Skólakstur – Mál nr. 1205016
| |
Framlagður tölvupóstur frá Eiríki Ólafssyni hjá Borgarbyggð frá 9. maí s.l. með drögum að útboðslýsingu vegna skólaakturs.
| ||
Fjólu falið að ræða við Borgarbyggð hvernig hlutur Skorradalshrepps er reiknaður út í skólaakstrinum.
| ||
|
||
21
|
Launamál Sveitarfélagsins – Mál nr. 1206008
| |
Oddviti lagði fram að laun yrði 15% lægri árið 2012 miðað við samþykkt frá 2008
| ||
Samþykkt
| ||
|
||
22
|
Fornleifaskráning á sex bæjarhólum. – Mál nr. 1206009
| |
Lögð fram skýrsla um fornleifakönnun á sex bæjarhólum og reikningur.
| ||
|
||
Almenn mál – umsagnir og vísanir
| ||
23
|
Til umsagnar – 727. mál frá atvinnuveganefnd Alþingis – Mál nr. 1204019
| |
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
| ||
Erindið lagt fram.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
24
|
10.fundargerð um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta – Mál nr. 1204018
| |
Lögð fram
| ||
Afgreiðslu frestað þar sem vantar fylgigögn.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
25
|
Hreppsnefnd – 41 – Mál nr. 1204001F
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
26
|
6.aðalfundur Menningarráðs Vesturlands – Mál nr. 1205011
| |
Lögð fram
| ||
|
||
27
|
64,65,66 fundargerðir Menningarráðs Vesturlands – Mál nr. 1205012
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
28
|
Aðalfundargerð 2012-skyrsla formannsins-skýrsla HeV og ársreikningur 2011 – Mál nr. 1205014
| |
Lagt fram.
| ||
|
||
29
|
Fundargerð 796. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1205015
| |
Lögð fram
| ||
|
||
30
|
Fundargerð nr. 797 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1205014
| |
Lögð fram.
| ||
|
||
31
|
Fundur nr.98 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1205006
| |
Lögð fram fundargerð nr. 98 hjá Faxaflóahöfnum sf.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
1:10.