42 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2010, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 21:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 42. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón P.Líndal, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Byggingarl.umsókn

1.

Fitjahlíð 56, frístundahús, stækkun

(16.0005.60)

Mál nr. SK090052

150453-3729 Þórður Björnsson, Grundartúni 4, 300 Akranes
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi frístundahús skv. teikningum Lúðvíks D. Björnssonar dags. 23.01.10. Heildarstærð með viðbyggingu verður 84,6 fm. þar af er viðbygging 46,2fm.
Lagðar fram athugasemdir byggingarfulltrúa. Afgreiðslu frestað.

2.

Fitjahlíð 52, byggingarleyfisumsókn, bátaskýli

(16.0005.20)

Mál nr. SK100009

681166-0179 Síðumúli 21 sf, Haukshólum 3, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bátaskýli á lóðinni skv. teikningum gerðum af Klöpp arkitektar-verkfræðingar ehf dags. jan. 2010. Stærð bátaskýlis er 40,8fm.
Lagðar fram athugasemdir byggingarfulltrúa. Afgreiðslu frestað.
Niðurrif

3.

Dagverðarnes 53, niðurrif frístundahúss

(00.0120.01)

Mál nr. SK100008

041065-5679 Gunnar Halldór Sverrisson, Jafnakri 6, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til niðurrifs frístundahúss á lóðinni nr. 53 í Dagverðarnesi sbr. bréf dags. 17. janúar 2009. Þinglýsingarvottorð fylgir erindinu.
Skipulags-og byggingarnefnd mælir með að niðurrifið verði heimilað.
Skipulagsmál

4.

Vatnsendahlíð 186, svæðisskipulagsbreyting

(44.0018.60)

Mál nr. SK100006

100438-4379 Haukur Engilbertsson, Vatnsenda, 311 Borgarnes
Sótt er um breytingu á Svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögin norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Breytingin felur í sér að landnotkun á lóð nr. 186 í Vatnsendahlíð á Vatnsenda breytist úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð. Erindinu fylgir uppdráttur með greinargerð gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. 27.01.10.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingar með fyrirvara um lagfæringu á gögnum. Málinu vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.

5.

Vatnsendahlíð 186, deiliskipulagsbreyting í 8. áfanga

(44.0018.60)

Mál nr. SK100007

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í Vatnsendahlíð 8. áfanga. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 186 og gerir ráð fyrir auknum byggingarheimildum þar sem sótt hefur verið um að á lóðinni megi vera íbúðarhús í stað frístundahúss. Erindinu fylgir uppdráttur með greinargerð gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. 27.01.10.
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 23:30