42 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fimmtudaginn 14. júní 2012 kl. 22:10, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 – Mál nr. 1012025

Aftur á dagskrá Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Þann 9. nóvember 2011 samþykkti hreppsnefnd tillögu skipulags- og byggingarnefndar um afgreiðslu athugasemda og fól oddvita að ganga frá gögnunum til lokaafgreiðslu hreppsnefndar. Um er að ræða óverulegar breytingar á auglýstri aðalskipulagstillögu.

Hreppsnefnd samþykkir tillögu að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og að senda hana til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu. Við samþykkt þessa fellur úr gildi Aðalskipulag Dagverðarness 1992-2012. Hreppsnefnd harmar þann drátt sem, af óviðráðanlegum orsökum, hefur orðið á lokaafgreiðslu aðalskipulagstillögunnar.

2

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Lagðir fram samningar við Landlínur ehf. Eignaland ehf. og Ágúst Þór Gunnarsson um aðkomu og útvistun byggingar- og skipulagsmála í Skorradalshreppi. Samningarnir samþykktir.

3

Deiliskipulag á landi Bleikulágaráss í landi Indriðastaða, breyting – Mál nr. 1105004

Breyting deiliskipulags Bleikulágarás, Lambaás 3.

Deiliskipulagsbreyting hefur farið í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust. Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa fullnaðarafgreiðslu málsins.

4

Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007

Hreppsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytingarnar.

Fundargerðir til staðfestingar

5

Skipulags- og byggingarnefnd – 65 – Mál nr. 1205006F

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðunum.

6

Skipulags- og byggingarnefnd – 64 – Mál nr. 1204003F

Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðunum.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:10.