42 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
42. fundur
Laugardaginn 8. júlí 2017 kl. 09.00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, byggingarfulltrúi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Refsholt 29, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1704006

Sótt er um að byggja frístundarhús, birt flatarmál 20,2 m2 mhl 01. Endurnýjuð og endurbætt umsókn,

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2

Vatnsendahlíð 33 byggingarleyfi – Mál nr. 1706008

Sótt er um að byggja frístundarhús, birt stærð = 85,1 m2.

Byggingaráformum er hafnað. Óskað byggingarmagn, 85,1 m2 er umfram heimildir samkvæmt deiliskipulagsskilmálum, einnig er húsgerð ekki í samræmi við skilmála.

3

Vatnsendahlíð 200, umsókn um byggingarleyfi 2016 – Mál nr. 1609009

Sótt er um að byggja frístundarhús, birt stærð = 82 m2.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

4

Refsholt 27, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1704005

Sótt er um að byggja frístundarhús, birt flatarmál 20,2 m2 mhl 01. Endurnýjuð og endurbætt umsókn,

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

11.30.