Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 39. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Bjarni Þorsteinsson, Jón P.Líndal, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1.
|
Fitjar 133958, nýtt deiliskipulag
|
(00.0160.00)
|
Mál nr. SK070045
|
040560-2709 Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Fitjum, 311 Borgarnes
Áfram til umræðu í nefndinni. Deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í landi Fitja í Skorradalshreppi. Uppdrættir gerðir af Pétri Jónssyni, dags. 15. 04. 2007.
Í gögnum kemur fram að þeir lóðahafar sem gerðu athugasemdir við tillöguna hafa dregið þær til baka. Jafnframt kemur fram að ekki hefur verið fallist á fjarlægð bátaskýla frá Skorradalsvatni af umhverfisráðuneyti.
Borist hefur bréf landeigenda dags. 16.11.2009 þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á deiliskipulagstillögunni m.a. í ljósi athugasemda frá skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti og að deiliskipulagstillagan verði tekin fyrir að nýju þegar breytingar hafa verið gerðar á henni.
Samþykkt. Formanni falið að ræða við landeiganda um framhald málsins.
2.
|
Dagverðarnes 47, deiliskipulagsbreyting – Sumarbústaðalóðir í Dagverðarnesi Skorradal
|
(12.0004.70)
|
Mál nr. SK090030
|
290754-5779 Brynhildur Sigmarsdóttir, Þrastanesi 18, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta deiliskipulagi Dagverðarnesi í Skorradal sumarbústaðalóðir, lóðir 31-48. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 47.
Grenndarkynning hefur farið fram. Þrjár athugasemdir bárust. Meðfylgjandi er umsögn embættisins vegna athugasemdarinnar dags. 18.11.2009.
Afgreiðslu frestað.
3.
|
Dagverðarnes 204, deiliskipulagsbreyting, Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir, svæði 4
|
(12.0020.40)
|
Mál nr. SK090044
|
240571-3669 Grettir Einarsson, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
051271-3869 Ásdís Árnadóttir, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir svæði 4, vegna lóðarinnar nr. 204.
Grenndarkynning hefur farið fram. Ein athugasemd barst. Meðfylgjandi er umsögn embættisins vegna athugasemdarinnar dags. 18.11.2009.
Afgreiðslu frestað.
4.
|
Fitjahlíð 14, breyting á deiliskipulagi
|
(16.0001.40)
|
Mál nr. SK090062
|
060544-3959 Skúli Magnússon, Krosshömrum 33, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fitjahlíð 1-23 varðandi lóðina nr. 14. Hámarksbyggingarmagn sumarhúss verði 105 fm.
Samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna 12, 16, 17 og landeiganda.
Byggingarl.umsókn
5.
|
Indriðastaðahlíð 132, frístundahús
|
(30.0013.20)
|
Mál nr. SK090058
|
300157-3949 Jens Sandholt, Akurholti 11, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss samkvæmt teikningum frá Einari Ólafssyni, dags. 14.05.2008. Stærð 253m² og 925,5m³.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
6.
|
Vatnsendahlíð 200, frístundahús og geymsluhús
|
(44.0020.00)
|
Mál nr. SK090059
|
040456-5709 Júlíus Heiðar Haraldsson, Rauðavaði 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús og gestahús samkvæmt teikningum frá Vilhjálmi Hjálmarssyni. Stærðir 62,5m² og 202m³
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa
7.
|
Dagverðarnes 72a, geymsluskúr
|
(12.0007.21)
|
Mál nr. SK090060
|
230970-5729 Kristján Erling Jónsson, Skeljatanga 14, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsi samkvæmt teikningum frá Sæmundi Eiríkssyni. Stærð 9m² og 22,9m³.
Erindinu hafnað þar sem ekki er heimild fyrir tveimur húsum á lóð skv. gildandi deiliskipulagi.
8.
|
Vatnsendahlíð 118A, geymsluhús
|
(44.0011.81)
|
Mál nr. SK090061
|
080359-4039 Erla Aðalgeirsdóttir, Blöndubakka 14, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir byggingu gestahúss samkvæmt teikningum frá Jóni Róbert Karlssyni. Stærðir 20,5m² og 62,1m³.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
9.
|
Dagverðarnes 24, geymsluhús
|
(12.0002.40)
|
Mál nr. SK090063
|
210143-7699 Sigurborg Kristinsdóttir, Sléttahrauni 20, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir byggingu geymsluhúss samkvæmt teikningum frá Sæmundi Óskarssyni. Stærðir 15,5m² og 35,6m³.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
10.
|
Indriðastaðir 5, frístundahús og bátaskýli, stækkun
|
(30.0000.50)
|
Mál nr. SK090008
|
211266-4149 Þorsteinn Örn Guðmundsson, Asparhvarfi 14, 203 Kópavogur
Áður frestað: Sótt er um leyfi til að byggja við frístundahús ásamt því að byggja gestahús við bátaskýli. Einnig er sótt um endurnýjun/viðhald á bátaskýli samkvæmt meðf. teikningum frá Þorsteini Aðalbjörnssyni BFI
stærðir: 222,6m² og 585m³
Meðfylgjandi er bréf með samþykki nágranna nr 4 og 6
Gamalt deiliskipulag er í gildi fyrir Indriðastaði 1-12 sem heimilar 60 fm byggingu á lóðinni en byggingarleyfisumsóknin gerir ráð fyrir umtalsverðri uppbyggingu þar. Gera þarf heildarendurskoðun á deiliskipulaginu og móta stefnu fyrir svæðið í heild áður en hægt er að taka afstöðu til uppbyggingar á einstaka lóðum þess. Erindinu hafnað.
11.
|
Vatnsendahlíð 143, viðbygging
|
(44.0014.30)
|
Mál nr. SK070055
|
240452-3249 Guðjón Ágústsson, Ársölum 1, 201 Kópavogur
Sótt er um niðurfellingu á byggingarleyfi.
Samþykkt.
12.
|
Grenihvammur 9, frístundahús
|
(28.0400.90)
|
Mál nr. SK090045
|
071070-5499 Sandra Baldvinsdóttir, Marbakkabraut 8, 200 Kópavogur
200665-5039 Axel Kvaran, Marbakkabraut 8, 200 Kópavogur
Sótt er um niðurfellingu á byggingarleyfi.
Samþykkt.
Niðurrif
13.
|
Sarpur 134091, geymsluskúr
|
(00.0400.00)
|
Mál nr. SK090055
|
590269-3959 Skógrækt ríkisins Vesturlandi, Pósthólf 104, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að fjarlægja geymsluskúr. Meðfylgjandi er veðbókavottorð.
Samþykkt.
Stöðuleyfi
14.
|
Bakkakot 133951, geymsluskúr
|
(00.0100.00)
|
Mál nr. SK090056
|
590269-3959 Skógrækt ríkisins Vesturlandi, Pósthólf 104, 310 Borgarnes
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 16m² geymsluskúr til eins árs samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt.
Fyrirspurn
15.
|
Indriðastaðir 32, geymsla
|
(30.0003.20)
|
Mál nr. SK090057
|
290649-3159 Lovísa Gunnarsdóttir, Nónvörðu 14, 230 Keflavík
180946-3499 Hermann Ólason, Nónvörðu 14, 230 Keflavík
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar vegna byggingu geymsluhúss á lóðinni.
Þar sem heildarflatarmál bygginga á lóðinni fer yfir leyfilegt hámarksbyggingarmagn, er ekki hægt að taka jákvætt í erindið.
Önnur mál
16.
|
Hvammur 134651, Spildur úr landi Hvamms
|
(00.0260.00)
|
Mál nr. SK080057
|
601169-0109 Landslög ehf, Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík
Aftur lagt fyrir nefndina erindi frá Ívari Pálssyni, hdl., til skipulags- og byggingarnefndar, dags. 25. febrúar 2008, varðandi afmörkun landspildu í landi Hvamms í Skorradal. Erindinu fylgir nýr afstöðuuppdráttur gerður af Landlínum ehf., dags. 02.09. 2009, með nákvæmari hnitasetningu gagnvart vegi og landi sem fer undir breytingu á Skorradalsvegi.
Samþykkt að heimila að stofna tvær landspildur í landi Hvamms. Önnur lóðin verður 7,02 ha og mun heita Lynghvammur og hin lóðin verður 0,43 ha og mun heita Hvammsklif 1. Þetta er samþykkt með þeim fyrirvara að einnig verði stofnuð lóð úr jörðinni Hvammi sem kallast Hvammsklif 2. Skipulagsfulltrúa falið að afmarka lóðina í samráði við umsækjanda.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 00:10.