36 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
36. fundur
Sunnudaginn 24. apríl 2016 kl. 12:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Hvammsskógur 20, Umsókn um byggingarleyfi frístundarhús – Mál nr. 1604017

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu á 176,6 m2 frístundarhúsi á lóðinni Hvammsskógur 20.

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari afgreiðslu.

2

Indriðastaðahlíð 152, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1604007

Sótt er um að byggja frístundarhús, 71,3 m2 á lóðinni Indriðastaðahlíð 152.

Byggingaráformin er samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3

Indriðastaðir 1A – Mál nr. 1602004

Sótt er um að fjarlægja núverandi hús,sem er ein hæð og svefnloft, grunnflötur 60,3 m2. Auk þess er sótt um að byggja nýtt hús, á grunni þess gamla, sem ein hæð og svefnloft, 141,2 m2

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn er umfram heimildir á lóð.

4

Vatnsendahlíð 17, umsókn um breytta skrán. reyndarteikningar – Mál nr. 1503014

Óskað er eftir að skráningu núverandi húss á lóðinni verði breytt í samræmi við samþykktar reyndarteikningar. Húsið er nú skráð, flatarmál 74,0 m2 og brúttórúmmál 179 m3, en verður 72,5 m2 og 251,7 m3

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13.