34 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

Árið 2009, miðvikudaginn 27. maí kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 34.
fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Bjarni Þorsteinsson,
Jón P.Líndal, Helgi Helgason, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson

Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. Vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi
sveitarfélaga, Skráning upplýsinga um
vatnsverndarsvæði

Mál nr. SK090015

Bréf Orkustofnunar dags. 22. apríl 2009 þar sem óskað er eftir upplýsingum um
vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins á stafrænu formi og heimild til að birta
þær í heildaryfirliti um vatnsverndarsvæði á landinu öllu.

Erindinu frestað þar til staðfest aðalskipulag liggur fyrir. Samþykkt að senda
Orkustofnun aðalskipulagstillöguna til umsagnar.

2. Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag svæði S8 (00.0120.00) Mál nr. SK080060

601100-2150 Dagverðanes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lagður fram tillöguuppdráttur, að nýju deiliskipulagi á svæði S8. Fundað var með
landeigendum og arkitekt vegna deiliskipulagstillögunnar þann 29 apríl 2009 auk þess
sem vettvangskönnun hefur farið fram.

Nefndin tekur jákvætt í erindið að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við umsækjanda. Afgreiðslu
frestað.

3. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008-2020,

Kynning á aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar

Mál nr. SK090014

Bréf og DVD frá Landlínum ehf dags. 22.05.2009 þar sem aðalskipulagstillaga
Borgarbyggðar er send Skorradalshreppi til kynningar og samráðs skv.
skipulagsreglugerð 400/1998, gr. 3.2.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við skipulags- og byggingarnefnd
og sveitastjórn.

4. Indriðastaðir 134056, Stofnun lóðar (00.0300.00) Mál nr. SK090019

Sótt er um leyfi til að stofna lóð í landi Indriðastaða samkvæmt uppdrætti frá Landlínum
dags:29.01.2009.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Byggingarreitur á uppdrætti er
ekki hluti af samþykktu erindi.

Breytt notkun
5. Indriðastaðir 134056, Breyting á notkun hluta
útihúsa í golfskála

(00.0300.00) Mál nr. SK090013

Sótt er er um leyfi til að innrétta vélageymslu, mjólkurhús og hluta fjóss sem golfskála,
samkvæmt uppdráttum gerðum af Alark arkitektum ehf dags. 15.05.2009.

Erindinu vísað til umsagnar og afgreiðslu Brunamálastofnunar. Óskað eftir skýringu á
notkun húsanna í heild vegna veitingareksturs. Jafnframt athugasemdir
byggingarfulltrúa.

Endurn.byggingarleyf
6. Fitjahlíð 51, Úrskurður vegna stækkunar (16.0005.10) Mál nr. SK060033

210559-4859 Þorsteinn Marinósson, Dalhúsum 63, 112 Reykjavík
Bréf Sigurðar Tómasar Magnússonar hrl, móttekið í pósti 20. apríl 2009, þar sem sótt er
um endurnýjað byggingarleyfi fyrir stækkkun sumarhúss á lóðinni og beiðni um frestun á
skyldu til að fjarlægja stækkun sumarhússins fyrir 31. mars 2009.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við hlutaðeigandi aðila og skila
greinargerð og tillögum um lausn málsins.

Byggingarl.umsókn
7. Refsholt 15, Frístundahús (24.0101.50) Mál nr. SK080065

160751-4879 Linda Rut Harðardóttir, Vallarbraut 5, 220 Hafnarfjörður
170346-2709 Hrafn Karlsson, Vallarbraut 5, 220 Hafnarfjörður
Aftur til umfjöllunar í nefndinni leyfi til að reisa frístundahús og geymslu úr timbri með
steyptri gólfplötu og sökklum. Húsin eru á einni hæð. Uppdrættir eru gerðir af Sveini
Karlssyni, tæknifræðingi dags. 15.05. 2009.
Stærðir mhl. 01: 97,9 ferm., 354,5 rúmm., mhl. 02 : 10,0 ferm., 28,5 rúmm. Samtals:
107,9 ferm., 383,0 rúmm. Meðfylgjandi er umsögn skipulagshönnuðar og bréf frá
landeigenda.

Fallist er á rök skipulagshönnuðar og erindið samþykkt.

8. Dagverðarnes 136, Gestahús (12.0013.60) Mál nr. SK08037

120247-3369 Sólmundur Þ. Maríusson, ,
Aftur til umræðu, umsókn um að byggja nýtt gestahús úr timbri á einni hæð með
skriðlofti á undirstöðum úr steyptum þverveggjum og súlum, samkvæmt aðaluppdráttum
gerðum af Teiknivangi. Dags. í nóv. 2008.
Stærð aukahúss: 25.0 m2 og 83.4 m3.
Erindið var grenndarkynnt. Búið er að grenndarkynna og ein athugasemd barst.

Ekki verður fallist á athugasemd þar sem hún grundvallast á leigusamningi milli aðila,
en ekki á skipulags- og byggingarlögum.
Umsækjanda er bent á að gera þarf deiliskipulagsbreytingu svo hægt sé að taka
endanlega afstöðu til málsins.

9. Indriðastaðir 3 (Einisfold II), Frístundahús Mál nr. SK08006

Lóðarhafi dregur til baka áður innsenda byggingarleyfisumsókn samkv. uppdráttum nr.
100 dags. 14. 02. 2008 og 101 dags. 28. 10. 2007, gerðum af Úti inni arkitektum.

Staðfest.

Framkvæmdarleyfi
10. Bakkakot 133951, Efnistaka, framkvæmdaleyfi (00.0100.00) Mál nr. SK090016

Bréf Vegagerðarinnar dags. 15. 05.2009 ásamt tveimur uppdráttum þar sem sótt er um
framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Bakkakots. Um er að ræða nýja námu sem er
áætluð 1,2ha að stærð og er áformað að nýta um 20.000 rúmm. úr námunni.

Beiðni hafnað þar sem viðkomandi náma er ekki inni á gildandi skipulagi.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með Vegagerðinni um málið.

Niðurrif
11. Stóra-Drageyri 2, Frístundahús (00.0420.01) Mál nr. SK090010

250857-7999 Ragna Erwin, Hagaflöt 2, 210 Garðabær
Sótt er um heimild til að rífa frístundahús. Ennfremur er óskað heimildar til að niðurrifið
verði nýtt til æfingar fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar

Skipulags-og byggingarnefnd mælir með, að niðurrifið verði samþykkt með fyrirvara um
framlagningu veðbókavottorðs. Sækja skal um heimild til að brenna húsið til réttra aðila.

Ýmis mál
12. Sauðfjárveikigirðing, Breyting á varnarlínum
milli sóttvarnarsvæða

Mál nr. SK090017

Bréf frá Matvælastofnun dags. 28. apríl 2009 vegna sauðfjárveikigirðingar. Vísað til
skipulags- og byggingarnafndar frá hrepppsnefnd Skorradalshrepps. Jafnframt bréf
oddvita dags. 22. maí 2009 til Matvælsatofnunar.

Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið.

Framkvæmdarleyfi
13. Mófellsstaðir 134088, Námur (00.0360.00) Mál nr. SK090018

Landeigandi sækir um formlegt framkvæmdaleyfi fyrir tveimur námum í landi
Mófellsstaða samkvæmt uppdrætti frá Ólafi Guðmundssyni. Námurnar eru nú þegar í
notkun samkvæmt IV. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og hafa
leyfi til 1. júlí 2012.

Erindinu vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar og Embættis Veiðimálastjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 01:00