Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var S.Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Samráðsfundur formanna sumarhúsafélaganna og hreppsnefndar. – Mál nr. 1101010
| |
Eftirtaldir fulltrúar eru mættir:
Theodór Kjartansson, Fitjahlíð Kristinn Bjarnason, Indriðastaðahverfi Vilhjálmur Þorláksson, Vatnsendahlíð Elín Árnadóttir, Dagverðarnesshverfi Bergþór Þórmóðsson, Hvammsskógi Ágúst Gunnarsson, Hálsahverfi. Einnig eru mættir: Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Theodór Þórðarsson, yfirlögregluþjónn. | ||
Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. K. Hulda sagði aðeins frá viðbragðsáætlun v/gróðurelda hvernig það verkefni stæði. Reiknað er með að í vor verði blásið til brunaæfingar í sumarhúsabyggð og rýmingaráætlun æfð í dalnum.
Theodór talaði um öryggislausnir í dalum vegna innbrotsfaraldra í sumarhús og benti á hugsanlegar lausnir t.d. með öryggismyndavélum í Hvalfjarðargöngunum og við Bjarteyjarsand þar sem komið væri upp búnaði sem gæfi viðvörunarmerki til lögreglu . Víða eru komnar myndavélar við frístundabyggðir t.d. á Suðurlandi sem væri að gefast vel. Theodór var búinn að hafa samband við lögfræðing hjá Persónuvernd en hann vildi taka fram að gæta skyldi ýtrustu nærgætni með vörslu gagna og yrði það helst að vera í höndum lögreglu. Theodór telur að vænlegasti kosturinn yrði hlið sem væru þannig stillt að hringt væri í þau. Spurt var hvort að sveitarfélagið væri að leggja upp einhverja öryggisáætlun þannig að sumarhúsaeigendur séu ekki líka að setja upp hjá sér. Pétur sagði frá hugmynd um að setja upp myndavélar, en ekkert hefur verið ákveðið. Ákveðið var að stofna vinnuhóp sem fengi 4 vikur og gerði aðgerðaráætlun um öryggisvörslu og jafnframt myndi vinnuhópurinn líka athuga með kostnað við öryggisbúnað svo hægt væri að taka ákvörðun fyrir áramót. Vinnuhópinn skipa þau Bergþór Þormarsson, Ágúst Gunnarsson f.h. sumarhúsafélaga og K. Hulda Guðmundsdóttir f.h. hreppsnefndar. Hópurinn skilar af sér niðurstöðum 1.desember.
Spurt var út í brunavarnir í dalnum hvort að sveitarfélagið skaffaði búnaðinn til brunavarna en landeigandinn vatnið. Davíð sagði að sveitarfélagið ætti ekki að skaffa búnaðinn né vatnið. Sveitarfélagið hefur gert þá skyldu að landeigandi tryggi að það sé nægt vatn fyrir hverfin til að fá samþykkt deiliskipulag fyrir fyrirhugað sumarhúsasvæði. Bjarni Þorsteinsson talaði um að það þyrfti gríðarlega öflugan búnað til að dæla vatninu upp í brunahana sem væru komnir í sumum hverfunum þar sem um talsverðan bratta væri að ræða. Líka þyrfti að vera góður vegur niður að vatninu sem væri greiðfær fyrir slökkvibíla og dælubíla til að sækja vatn í Skorradalsvatn en þeir vegir væru ekki til staðar. Auðveldasta leiðin til að slökkva elda í brattlendi og skóglendi er að nota þyrluna og poka til að slökkva elda. Bjarni talaði líka um alla varðeldana sem eru um allan dalinn um verslunnarmannahelgi og las upp bréf sem hann hafði sent hreppsnefnd 5.júlí 2010 er varðar að hreppsnefnd myndi marka sér stefnu og reglur um opna elda í sveitarfélginu. Hulda gerði grein fyrir stöðu mála varðandi viðbragðsáætlun en undir hana fellur stefnumörkun varðandi opna elda (brennur). Hugmynd kom upp að sameinast um eina brennu t.d. við endann á vatninu. Stofnaður var vinnuhópur til að skoða brennumálin f.h sumarhúsafélaganna og hann skipa Vilhjálmur Þorláksson, Gísli Júlíusson og Theodór Kjartansson. Beiðni kom að sveitarfélagið myndi þrýsta á landeigendur um vatnsöflun til slökkvistarfa. Bjarni Þorsteinsson fór líka í gegnum nauðsynjarbúnað sem gott væri að hafa í sumarhúsunum til að verja sumarhúsið og nánasta umhverfið ef að eldur kviknaði. Farið verður yfir þennan búnað með formönnum fyrir aðalfundi sumarhúsafélaganna og verður það gert í tengslum við viðbragðsáætlun vegna gróðurelda.
Rætt var um umferð á vatninu og vélhjólaumferð í sumarhúsabyggðum. Best væri að öll félög hefðu skýrar reglur um hvenær leyfilegt væri að leika sér á hinum ýmsum tækjum. Sum félögin eru með þær reglur að engin vélknúin tæki séu á vatninu eftir klukkan 22 á kvöldin en það er ekki í öllum sumarhúsafélögunum. Sum félögin hafa leitast við að höfða til heilbrigðar skynsemi hjá fólki.
Spurning kom hvort að vilji væri hjá sumarhúsafélögunum um að sameinast um að yfirtaka golfvöllinn á Indriðastöðum. En það kom fram að sumarhúsafélögin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn í það.
Rætt var um ruslagámana sem eru við aðalveginn í Hvammi og Vatnsenda að þeir standi svo nálægt veginum að slysahætta stafar af þeim þar sem fólk þarf að stoppa á aðalveginum til að setja ruslið í gámana. Bergþór leggur til að þessi gámar verði lagðir af þar sem þetta er svo hættulegt. Fólk getur annað hvort farið með ruslið með sér heim eða í gámana sem staðsettir eru við Mófellsstaði þar sem hægt er að flokka rusl. Pétur fór yfir flokkun á sorpi. En búið er að taka upp tveggja tunnu kerfi fyrir íbúa dalsins. Hugmynd er hvort að sumarhúsaeigendur gætu flokkað sorpið meira hjá sér ef komið væri fyrir körum fyrir endurvinnalegt sorp t.d. að það væri 1 kar fyrir hverja 10 bústaði.
Rætt var aðeins um byggingar- og skipulagsmál í sveitarfélaginu. Bergþór lagði áherslu á að sveitarfélagið stæði fast við samþykkt deiliskipulag.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:15.