34 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps

34. fundur

Fimmtudaginn 1. október 2015 kl. 17:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Hálsar 5, vélaskemma – Mál nr. 1509002

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu á vélaskemmu, 68,9 m2 á lóðinni Hálsar 5.

Vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem byggingarreitur er of lítill.

2

Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun – Mál nr. 1510001

Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun, 25,3 m2 á núverandi frístundarhúsi á lóðinni Indriðastaðir 4, sem er 88,2 m2. Eftir breytingu yrði því húsið 113,5 m2.

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem byggingarmagn á lóðinni fer umfram heimildir

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18.00.