30. júlí 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 30. júlí 2009 kl:20.44 á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Fjóla Benediktsdóttur.
Fjóla Benediktsdóttir ritaði fundargerð.
1. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 35 dagsett 24. júní 2009. Fundargerðin samþykkt.
2. Lagður fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvammskógi neðri. Breytingin á við lóð 9 við Grenihvamm. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
3. Lögð fram tillaga að svæðisskipulagsbreytingu í landi Vatnsenda og Mófellsstaða, breytingin felur í sér að landbúnaðarsvæði er gert að efnistökusvæði. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að kynna málið fyrir Borgarbyggð. Skipulagsfulltrúa heimilað að vinna málið áfram ef engar athugasemdir berast.
4. Lögð fram breyting á deiliskipulagi á Hvammskóga neðri er varðar lóðir 25 og 27. Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarreit. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5. Lögð fram breyting á deiliskipulagi í landi Indriðastaðahlíðar. Breytingin felur í sér að lóðir nr. 116 og 118 verði sameinaðar og einn stór byggingareitur kemur í stað þeirra tveggja sem fyrir voru. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
6. Lögð fram breyting á deiliskipulagi Skálalækjar nr. 6 á Indriðastöðum. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að byggingareitur á lóð nr. 6 við Skálalækjarás er stækkaður til suðurs. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
7. Lögð fram breyting á deiliskipulagi 4. áfanga í Hálsaskógi. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 45 við Refsholt og felst í að skilmálum er breytt þannig að hámarksvegghæð breytist úr 2,50 m í 3,80 m. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
8. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 36 dagsett 28. júlí 2009. Fundargerðin samþykkt.
9. Lögð fram deiliskipulagsbreyting fyrir Vatnsendahlíð, 3. áfangi vegna lóðarinnar nr. 96. Hreppsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna og ef engar athugasemdir berast að vinna málið til enda.
10. Lögð fram deiliskipulagsbreyting fyrir Dagverðarnes, svæði 1 vegna lóða nr. 21. Hreppsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna og ef engar athugasemdir berast að vinna málið til enda.
11. Lögð fram deiliskipulagsbreyting fyrir Dagverðanes, svæði 2 vegna lóðar nr. 32. Hreppsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna og ef engar athugasemdir berast að vinna málið til enda.
12. Lögð fram deiliskipulagsbreyting fyrir Dagverðanes svæði 3 er varðar lóð nr. 136. Kynningu er lokið. Hreppsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
13. Lögð fram deiliskipulagsbreyting fyrir Indriðastaðahlíð er varðar sameiningu á lóðum nr. 108, 110, og 112 í eina lóð nr. 108. Hreppsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna og ef engar athugasemdir berast að vinna málið til enda.
14. Oddviti lagði fram minnisblað er varðar fund sem hann átti með fjármálstjóra Skógræktar ríkisins og skógarvarðarins á Vesturlandi er varðar Hvammshlíðina og lögfræðingi hreppsins Jónasi Þ. Guðmundssyni. Oddvita er falið að vinna málið áfram og gera skógræktinni kauptilboð í samræmi við umræðu á fundinum.
15. Pétur lagði fram minnisblöð vegna samskipta við Gámaþjónustu Vesturlands hf. vegna uppgjörs fyrri ára. Pétri falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:22.30