30 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Beneditksdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

3. ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014 – Mál nr. 1101011

Lögð fram til seinni umræðu.

3. ára fjárhagsáætlun samþykkt.

2

Erindi frá Guðbrandi Benediktssyni. – Mál nr. 1107009

Málinu hefur verið vísað til heilbrigðisfulltrúa

3

Brennuleyfi í landi Indriðastaða. – Mál nr. 1107011

Brennuleyfi hefur verið veitt.

4

Kynning á nýju málakerfi hjá Onesystem – Mál nr. 1108009

Samþykkt að PD og FB fá kynningu á þessu nýja málakerfi.

5

Kynning á Skólavoginni – Mál nr. 1108007

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til kynningar á Skólavoginni mánudaginn 5.september n.k. á Grand Hótel.

Fræðslunefndarfulltrúa falið að fara á kynningarfundinn.

6

Forvarnarmál – Mál nr. 1108005

Bréf kynnt frá Ungmennafélagi Íslands varðandi forvarnarmál.

7

Öryggisbúnaður – Mál nr. 1107008

Erindi kynnt frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu þar sem bæjar- og sveitarstjórnendur eru hvattir til að huga að öryggisatriðum unglinga í sumarvinnu.

8

Erindi frá leigutaka í Brikimóa 3. – Mál nr. 1107007

Samþykkt var að óska eftir nánari gögnum um framkvæmdina. Málinu frestað.

9

Beiðni frá Jafnréttisstofu um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaráætlun. – Mál nr. 1108004

Oddvita falið að svara bréfinu.

10

Leyfi fyrir varðeldi í landi Dagverðarness. – Mál nr. 1107005

Sumarhúsafélag í landi Dagverðarnes sækir um brennuleyfi fyrir varðeld.

Samþykkt. KHG óskar eftir því að fundað verði sérstaklega með slökkviliðsstjóra um brennur í Skorradal. Oddvita falið að boða slökkviliðsstjóra á fund sem fyrst.

11

Samningur um Fjölbrautaskóla Vesturlands sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest. – Mál nr. 1105023

Lagt fram bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu um staðfestingu á samningi um Fjölbrautaskóla Vesturlands.

12

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Minnisblað um hugsanlegt samstarf sveitarfélaganna lagt fram og rætt ítarlega.

13

Aðalfundur Húsfélagsins Hvanneyrargötu 3 – Mál nr. 1107003

Aðalfundur Húsfélagsins Hvanneyrargötu 3 haldinn þann 31.maí 2011

Lagt fram til kynningar.

14

Stjórnsýsluendurskoðun 2010 – Mál nr. 1011028

Samþykkt var minnisblað sveitastjórnar hvernig brugðist hefur verið við stjórnsýsluendurskoðun vegna ársins 2010.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

15

Drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu. – Mál nr. 1107006

Lögð fram drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu.

KHG skoðar málið.

Fundargerðir til staðfestingar

16

Skipulags- og byggingarnefnd – 60 – Mál nr. 1108002F

Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðunum en hreppsnefnd fór sérstaklega yfir lið 4 að beiðni byggingar- og skipulagsfulltrúa.

Fundargerðir til kynningar

17

Fundargerð 788. fundar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1107014

Lögð fram til kynningar

18

Fundur nr. 89 – Mál nr. 1108006

Lögð fram fundargerð nr.89 hjá Faxaflóahöfnum sf.

19

Hreppsnefnd – 29 – Mál nr. 1107001F

Lögð fram fundagerð hreppsnefndar dagsett 4.júlí 2011.

Skipulagsmál

20

Hvammskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1105003

Skipulagsfulltrúa heimilað að gera grenndarkynningu.

21

Dagverðarnes deiliskipulagsbreyting á svæði 1. – Mál nr. 1103002

Skipulagsfulltrúa heimilað að gera grenndarkynningu.

Önnur mál

22

Gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigs – Mál nr. 1108010

Samþykkt að hreppsnefndarmenn skoði þetta hver fyrir sig.

23

Frá umhverfisstofnun um minkaveiðar – Mál nr. 1107013

Erindi frá Umhverfisstofnun um aðkomu sveitarfélagsins að minkaveiðum, hvort að einhverjar breytingar hafa verið gerðar í sveitarfélaginu á minkaveiðum.

Oddvita falið að svara erindinu. Rætt um mögulegt framtíðar fyrirkomulag.

24

Stjórn Rariks á ferð um Vesturland – Mál nr. 1107012

Ferðinni var frestað um óákveðinn tíma.

25

Ráðstefna um beint lýðræði í sveitastjórnum og hjá ríki – Mál nr. 1107010

Kynning frá Innanríkisráðuneytinu.

Erindið kynnt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:45.