3 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Föstudaginn 5. febrúar 2010 kl. 15:00, hélt Hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir og S. Fjóla Benediktsdóttir.

Fundarritari var Davíð Pétursson, oddviti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga: Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður. – Mál nr. 1001023

Sameiginlegur fundur fyrrnefndra sveitarfélaga og er fundurinn í boði Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Fundinn setti Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.
Hún lýsti hinu nýja húsi, en fundarmenn höfðu gengið um hið glæsilega hús fyrir fundinn.
Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar, tók næst til máls, og fór yfir legu Hvalfjarðarsveitar, starfsemi sem fram færi í sveitarfélaginu, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðliða.
Davíð Pétursson, fór yfir málefni Skorradalshrepps.
Lárus Ársælsson frá Mannviti skýrði stöðu sorpsmála, og skýrði fyrirhuguð útboð, sem framkvæma á upp úr 20. mars n.k. Með í því útboði eru Akranes, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Ef Skorradalshreppur ætlar að vera með, þarf að láta vita fyrir 15. mars n.k.
Hulda fór yfir frumkvæði Skorradalshrepps um „hættumat og viðbragðsáætlun vegna gróðurelda“. Hreppurinn hefur fengið framlag á fjárlögum í verkið.
Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar hafði framsögu um brunavarnir, rekstur slökkviliða og samstarf.
Margir tóku til máls undir þessum lið.
Eftir fundinn verður síðan boðið til léttra veitinga í Laxárbakka. Þ.e.a.s. gamla sláturhúsinu við Laxá, sem nú er að verða að hótelíbúðum og veitingastað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:30.