29 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, mánudaginn 9. febrúar 20:30, var haldinn 29. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn: Jón Eiríkur Einarsson formaður, Pétur Davíðsson, Jón P. Líndal, Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri.
Fundarritari var: Árni Þór Helgason
Þetta gerðist:
Skipulagsmál

1.

Dagverðarnes 133952,

(00.0120.00)

Mál nr. SK070024

Aðalskipulagsuppdráttur
601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Mættir voru á fundinn, Árni Freyr Jóhannsson á vegum landeiganda og Ormar Þór Guðmundsson, frá OG arkitektum.
Lagður fram og kynntur tillöguuppdráttur, að breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness.

2.

Dagverðarnes 133952, Svæðisskipulag

(00.0120.00)

Mál nr. SK080059

601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Mættir voru á fundinn, Árni Freyr Jóhannsson á vegum landeiganda og Ormar Þór Guðmundsson, frá OG arkitektum.
Lagður fram og kynntur tillöguuppdráttur, að breytingu á svæðisskipulagi.

3.

Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag

(00.0120.00)

Mál nr. SK080060

601100-2150 Dagverðarnes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Mættir voru á fundinn, Árni Freyr Jóhannsson á vegum landeiganda og Ormar Þór Guðmundsson, frá OG arkitektum.
Lagðir fram og kynntir þrír tillöguuppdrættir, að nýju deiliskipulagi á Svæði S8.
Byggingarleyfisumsókn

4.

Dagverðarnes 136, Aukahús

(12.0013.60)

Mál nr. SK08037

120247-3369, Sólmundur Þ. Maríusson, Draumahæð 2, 210 Garðabær
Umsókn um að byggja nýtt gestahús úr timbri á einni hæð með skriðlofti á undirstöðum úr steyptum þverveggjum og súlum, samkvæmt aðaluppdráttum gerðir af Teiknivangi. Dags. í nóv. 2008.
Stærð aukahúss: 25.0 m2 og 83.4 m3.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. Grenndarkynnt skal fyrir landeiganda, lóðarhafa og lóðarhöfum á lóðum 129, 131, 134 og 138. Ef engar athugasemdir berast, er skipulags- og byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi, að teknu tilliti til athugasemda.
Önnur mál

5.

Hálsar 134052

(00.0240.00)

Mál nr. SK070056

Efnisnámur
091256-2079 Pálmi Ingólfsson, Hálsum
Mættur á fundinn var Pálmi Ingólfsson, landeigandi Hálsum, til viðræðu um efnistöku og námaleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 01:05