28 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 29. júní 2011 kl. 20:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Umsókn um vinnu við gagnaöflun vegna gróðurelda. – Mál nr. 1105021

Kristín Sverrisdóttir sækir um vinnu við gagnaöflun fyrir verkefnið gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda.

Samþykkt að ráða Kristínu Sverrisdóttur í verkefnið.

2

Brenna í Hvammi – Mál nr. 1106012

Ósk eftir brennuleyfi í Hvammslandi.

Samþykkt að veita brennuleyfi í Hvammslandi þar sem slökkviliðsstjóri hefur áður gefið jákvætt svar.

3

Samningur um Fjölbrautaskóla Vesturlands – Mál nr. 1105023

Lagður fram samningur um Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Samþykktur.

4

Menningarsamningur fyrir Vesturland – Mál nr. 1104032

Lagður fram undrritaður samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.

Samþykktur

5

Aðalskráning fornleifa í Skorradal – Mál nr. 1103022

Tilboð frá Fornleifastofnun Íslands í fornleifaskráningu í Skorradal.

Afgreiðslu frestað.

6

Dagskrá um samráðsfund skipulagsstofnunarinnar – Mál nr. 1105022

Samráðsfundur skipulagsstofnunarinnar.

Samráðsfundinum hefur verið frestað til haustsins.

7

Borgarfjarðarkort – Mál nr. 1104017

Borgarbyggð sendi fyrirspurn hvort áhugi sé að vera með í endurútgáfu á korti af Borgarfirði fyrir ferðamenn.

Oddvita falið að athuga með kostnað sveitarfélagsins. Málinu frestað.

8

Sjóvá óskar eftir því að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins fyrir næstu endurnýjun. – Mál nr. 1106007

Lagt fram.

9

Skólahreysti 2011 umsókn um styrk. – Mál nr. 1105020

Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi að upphæð 50.000 kr. til að standa straum af kostnaði vegna þessa verkefnis.

Erindinu hafnað.

10

Erindi frá Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. 2011 – Mál nr. 1105018

HeV ítrekar við sveitastjórnir stjórnarsamþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 18.10.2010 þar sem stjórnarmenn lýsa vilja til að gefa nefndum sveitarfélaga kost á að kalla framkvæmdastjóra og/eða formann stjórnar til fundar.

Erindið lagt fram.

11

Viðbótarbúnaður í slökkvibílinn Skorra – Mál nr. 1105012

Slökkvilið Borgarbyggðar sendi inn fyrirspurn um möguleika á kaupum á viðbótarbúnaði í slökkvibílinn Skorra en í hann vantar ísbora, keðjusög og Tetra-handfjarskiptastöð.

Óskað er eftir upplýsingum um kostnað.

12

Úthlutun framlaga vegna sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis á landsvísu. – Mál nr. 1105017

Lagt fram.

13

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2011 – Mál nr. 1104013

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010 og tilkynning um aðalfund.

14

Beiðni um fjárstuðning. – Mál nr. 1105011

Vegna dagskrárinnar ,,Að sjá hið mikla í hinu smáa-svipþing um Svein Skorra Höskuldsson.

Málinu frestað.

15

Ársreikningur SSV 2010 – Mál nr. 1104015

Lagður fram ársreikningur SSV 2010

16

Skýrsla um samstarfsverkefni um þjóðlendumál og upplýsingar varðandi hnitsetningu landamerkja. – Mál nr. 1104012

Lögð fram skýrsla til kynningar.

17

Staða sveitarfélagsins í lok mars 2011 – Mál nr. 1106003

Lagt fram.

18

Endurskoðun fjárhagsætlunar fyrir árið 2011 – Mál nr. 1104022

Lögð fram vinnublöð vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2011.

Hreppsnefnd lauk við endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar og gerði breytingar og þannig samþykkt.

19

3. ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014 – Mál nr. 1101011

Lögð fram 3.ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014 til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

20

Stjórn SSV lýsir áhyggjum sínum yfir viðbótar vegtollum til Vesturlands. – Mál nr. 1101027

Stjórn SSV lýsir áhyggjum sínum yfir viðbótar vegtollum til Vesturlands.

Lagt fram.

21

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010 – Mál nr. 1102018

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.

Lagt fram.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

22

Umsögn um frumvarp til laga um barnalög 778.mál – Mál nr. 1105029

Lögð fram umsögn um frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl) 778. mál.

23

Umsögn um vinnudrög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi. – Mál nr. 1106004

Vísað til skipulagsfulltrúa.

24

Umsögn frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðum, 720.mál – Mál nr. 1104026

Oddvita falið að gera athugasemdir.

25

Ósk um umsögn að nýrri byggingareglugerð. – Mál nr. 1105013

Vísað til skipulagsfulltrúa.

26

Samgöngunefnd Alþingis, 726. mál til umsagnar. – Mál nr. 1104019

Óskað eftir umsögn um frumvarp til sveitastjórnalaga, 726.mál.

Oddviti lagði fram svarbréf.

27

561.mál umsögn til laga um breytingu á vatnalögum. – Mál nr. 1103019

Alþingi óskar efir umsögn um frumvarp til laga um breyt. á vatnalögum, 561.mál.

Oddvita falið að gera athugasemdir.

Fundargerðir til staðfestingar

28

Hreppsnefnd – 26 – Mál nr. 1104005F

Lögð fram fundagerð hreppsnefndar 13.apríl 2011.

29

Skipulags- og byggingarnefnd – 58 – Mál nr. 1105001F

Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr.58

Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðunum.

30

Skipulags- og byggingarnefnd – 59 – Mál nr. 1106004F

Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr.59

Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðunum. Hulda sat hjá við liði nr. 5 og 6.

Fundargerðir til kynningar

31

Fundagerð 787.fundar Sambands íslenskra sveitafélaga. – Mál nr. 1106017

Lögð fram fundargerð 787.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

32

Fundargerð nr. 785 hjá Samtökum íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1103021

Lögð fram til kynningar.

33

Fundargerð nr.786 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1105024

Lögð fram fundargerð 786.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

34

Fundur nr.1 í endurskoðun fjallskilasamþykkt – Mál nr. 1101029

Lögð fram fundargerð 1.fundar á endurskoðun þriggja fjallskilasamþykkta.

35

Fundur nr.2 í endurskoðun fjallskilasamþykkt – Mál nr. 1102020

Lögð fram fundargerð 2.fundar á endurskoðun þriggja fjallskilasamþykkta.

36

Fundur nr.3 í endurksoðun fjallskilasamþykkt – Mál nr. 1104036

Lögð fram fundargerð 3.fundar á endurskoðun þriggja fjallskilasamþykkta.

37

Fundargerð 8.aðalfundar heilbrigðisnefndar Vesturlands. – Mál nr. 1105028

Lögð fram fundargerð 8.aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

38

5.aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 2011 – Mál nr. 1104034

Lögð fram fundargerð 5.aðalfundar Menningaráðas Vesturlands.

39

Fundur nr. 83 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1101028

Lögð fram til kynningar.

40

Fundur nr. 85 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1103017

Lögð fram fundargerð nr. 85 ásamt ársreikningi 2010 og greinargerð Hafnarstjóra.

41

Fundur nr. 86 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1104014

Lögð fram til kynningar.

42

Fundur nr. 88 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1106006

Lögð fram.

43

Fundargerð Menningarráðs Vesturlands nr. 50 – Mál nr. 1101024

Fundargerð 50. fundar Menningarráðs Vesturlands

Lögð fram til kynningar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:30.