27 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 13. apríl 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Lagt fram minnisblað Guðrúnar J. Guðmundsdóttur um úrbætur og verklagsreglur. Samþykkt að þær taki gildi 1.maí 2011.

2

Pakkhús í Vatnshorni-Húsafriðunarnefnd – Mál nr. 1011027

Lagt fram svarbréf frá Húsafriðunarnefnd vegna styrkbeiðnar.

Styrkur var veittur.

3

Húsakönnun á jörðum í Skorradalshreppi – Mál nr. 1011026

Lagt fram svarbréf frá Húsafriðunarnefnd vegna umsóknar.

Styrkur var veittur.

4

Uppmæling og teiknun húsa í Skorradal – Mál nr. 1011025

Lagt fram svarbréf Húsafriðunarnefndar við umsókn um styrk.

Styrkur var veittur.

5

Uppgjör 2010 – Mál nr. 1104002

Lagt fram uppgjör vegna ársins 2010 við Borgarbyggð.

6

Gjaldskrá fyrir sorphirðu – Mál nr. 1102009

Lögð fram til seinni umræðu

Samþykkt.

7

Framlög á fjárlögum 2011 – Mál nr. 1101022

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis um framlag á fjárlögum 2011.

8

Skjalamál sveitarfélagsins. – Mál nr. 1103016

Þjóðskjalasafn Íslands bauð til fundar með Skorradalshreppi, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit þann 9. mars s.l. Oddviti og Pétur Davíðsson sóttu fundinn.

PD greindi frá fundinum og sagði frá reglugerðum um skjalaskráningu og skjalasöfnun sveitarfélaga.

9

Erindi frá Vinnumálastofnun vegna átaks við sumarstörf. – Mál nr. 1103012

Lagt fram erindi frá Vinnuamálastofnun.

Skorradalshreppur hefur fengið leyfi fyrir tveimur starfsmönnum í tvo mánuði frá Vinnumálastofnun.

10

Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps – Mál nr. 1102001

Lögð fram gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps til seinni umræðu.

Gjaldskráin samþykkt.

Fundargerðir til staðfestingar

11

Skipulags- og byggingarnefnd – 57 – Mál nr. 1104002F

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt í öllum liðunum 10.

Fundargerðir til kynningar

12

Hreppsnefnd – 23 – Mál nr. 1102002F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar dagsett 4.febrúar.

13

Hreppsnefnd – 24 – Mál nr. 1102003F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar dagsett 16.febrúar 2011.

14

Hreppsnefnd – 25 – Mál nr. 1104001F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar dagsett 7.apríl 2011.

15

Fundargerðir 46, 47, 48 og 49 fundar Menningarráðs Vesturlands – Mál nr. 1101023

Lagðar fram til kynningar.

Skipulagsmál

16

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að endurskoða málið í ljósi nýrra atriða.

17

Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005

Skipulagsfulltrúa heimilað að grendarkynna deiliskipulagsbreytinguna en sveitastjórn mun taka afstöðu til þess að lokinni grendarkynningu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:50.