26 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, þriðjudaginn 21. október kl. 20:30 var haldinn 26. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, Hvammskógur neðri Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Hvammskógi neðri.
Lagður fram tillöguuppdr. að breytingu á deiliskipulagi Hvammskógi neðri, gerður af Landlínum dags. 01. 10 . 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á byggingarreit á lóð nr. 9 við Grenihvamm.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði grenndakynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynnt verði fyrir lóðunum nr. 6, 7 og 8 við Grenihvamm og nr. 7 og 10 við Furuhvamm, Vegagerðinni og landeiganda Hvamms.
2. Vatnsendi Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar 7. og 8. áfanga.
Áfram til umræðu í nefndinni. Stærð og lögun byggingarreits á lóð nr. 181 er breytt. Lagður fram tillöguuppdr. gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. í júní 2008.
Grenndarkynningu er lokið. Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að breytingin verði samþykkt.
Fyrirspurnir
3. Indriðastaðahlíð 120 Mál nr.
Drög að aðalskipulagi
Fyrirspurn samkv. netpósti dags. 23. september 2008, varðandi drög að aðalskipulagi. Spurt er hvort gert sé sé ráð fyrir frístundabyggð sunnar og ofar í hlíðinni en Indriðastaðahlíð 120 og hvort einhver hæðartakmörk verði vegna frístundabyggðar.
Samkvæmt tillögu að aðalaskipulagi Skorradalshrepps er ekki gert ráð fyrir frístundabyggð sunnar og ofar í hlíðinni við Indriðastaðahlíð 120. Að öðru leyti er ekki hægt staðfesta varðandi framtíðaráform um frístundasvæði.
Byggingarleyfisumsóknir
4. Vatnsendahlíð 79 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að breyta þaki og norðurhlið frístundahúss og gestahúss, samkv uppdr. gerðum af Ragnari Auðunni Birgissyni, arkitekt, dags. 06. 10. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt.
5. Vatnsendahlíð 126 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að stækka frístundahús úr timbri á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af, Á stofunni arkitektar, dags. 22. 09. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindinu verði synjað, þar sem það samræmist ekki skipulagsskilmálum.
6. Lambaás 5 Mál nr.
Frístundahús
Endurnýjuð umsókn um að reisa frístundahús úr timbri á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 02. 09. 2008.
Erindið áður samþykkt í Byggingarnefnd Borgarfjarðar 7. maí 2002 (106. fundarg., liður 7, BF020030)
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Stöðuleyfi.
7. Skálalækur 1, (00.0000.00) Mál nr.
Gámur
Óskað er efir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám, sem ætlaður er sem geymsla til 3 – 5 ára, samkv. bréfi til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15. sept. 2008, ásamt afstöðuuppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að stöðuleyfi verði veitt til eins árs.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 23:40
Jón Eiríkur Einarsson, formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason