Fimmtudaginn 7. apríl 2011 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir. 
 Fundarritari var  Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn erindi 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa.     –     Mál nr. 1006049 
 | |
| 
 Ólöf fer yfir mál 
 | ||
| 
 Ólöf fór yfir stöðu mála á skrifstofu skipulags-og byggingafulltrúa og kynnt hvaða mál væru brýnust að gera. Samþykkt var að senda formlegt erindi til sveitastjórna nágrannasveitarfélaganna Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Helgafellssveit og Eyja- og Miklholtshrepps um formlegt samstarf um embætti skipulags- og byggingafulltrúa.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Kosning endurskoðanda.     –     Mál nr. 1012015 
 | |
| 
 Lagt fram ráðningabréf frá Endurskoðunarstofunni Áliti ehf. 
 | ||
| 
 Samþykkt að fela oddvita að undirrita ráðningabréfið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Málefni sveitarfélagins.     –     Mál nr. 1012008 
 | |
| 
 Jóhann Þórðarson fór yfir málin og lagði fram minnisblað um stöðuna í sveitarfélaginu. Rýna þarf vel í stjórnskipulagið og setja skýrar verklagsreglur meðal kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Allir hreppsnefndarmenn skili inn tillögum að breyttum verklagsreglum fyrir næsta hreppsnefndarfund sem verður 13.apríl n.k.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna gerð kjörskrá vegna kosninga um þjóðaratkvæðagreiðslu.     –     Mál nr. 1103009 
 | |
| 
 Lögð fram tilkynning frá Þjóðskrá um kjördag og viðmunardag kjörskrár. 
 | ||
| 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 – kjörskrá.     –     Mál nr. 1103014 
 | |
| 
 Lögð fram kjörskrá vegna kosninga 9. apríl n.k. 
 | ||
| 
 Kjörskráin samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Erindi frá Bjarna Vilmundarsyni, Mófellsstöðum     –     Mál nr. 1103013 
 | |
| 
 Bjarni óskar eftir að víkja úr kjörstjórn Skorradalshrepps sem annar varamaður. 
 | ||
| 
 Erindi Bjarna var samþykkt og samþykkt var að skipa Ágúst Árnason sem annan varamann í kjörstjórn. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Beiðni um bætt dreifikerfi FM í Skorradal     –     Mál nr. 1104001 
 | |
| 
 Samþykkt að senda erindi á útvarpsstjóra á Rúv. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Skorradalshreppi     –     Mál nr. 1102002 
 | |
| 
 Lagðar fram að nýju með smábreytingum. 
 | ||
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Ósk um lögheimilisflutning.     –     Mál nr. 1008002 
 | |
| 
 Lagður fram úrskurður Innanríkisráðuneytisins frá 2. mars s.l. 
 | ||
| 
 Úrskurðurinn lagður fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Orlofsnefnd húsmæðra Mýr/Borg vegna 2011     –     Mál nr. 1103011 
 | |
| 
 Lögð fram beiðni um styrk vegna ársins 2011 
 | ||
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Erindi frá Stígamótum.     –     Mál nr. 1011015 
 | |
| 
 Áður lagt fram á fundi 15. nóvember, þá frestað. 
 | ||
| 
 Hafnað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 12   
 | 
 Staðfesting á útsvarsprósentu 2011 vegna ársins 2010     –     Mál nr. 1103008 
 | |
| 
 Lagt fram bréf frá Ríkisskattsstjóra. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að staðfesta útsvarsprósentuna. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 13   
 | 
 Háafell – Umsókn um stofnun þriggja nýrra lóða     –     Mál nr. 1103003 
 | |
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 14   
 | 
 Gildistaka deiliskipulags og deiliskipulagsbreytinga.     –     Mál nr. 1103007 
 | |
| 
 Málið kynnt 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
18:30.
