26. ágúst 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 26. ágúst 2009 kl:21.00 að Grund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson mætti í stað Fjólu Benediktsdóttir, aðalmanns.

Pétur Davíðsson ritaði fundargerð.
1. Lögð fram fundargerð 2. fundar Umhverfisnefndar, dags 22. júní s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Samningar um embætti skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Framlagðir samningar annars vegar við Ómar Pétursson um stöðu byggingafulltrúa og hins vegar við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur um stöðu skipulagsfulltrúa. Samningarnir fela það í sér að eldri samningar eru framlengdir um mánuð. Hreppsnefnd samþykkir samninga þessa.
3. Skjalamál sveitarfélagins. Lagt fram tilboð frá One Systems ehf. um skjala og fundagerðarkerfi fyrir sveitarfélagið. Samþykkt að taka tilboðinu.
4. Ársreikningur 2008. Lagður fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa honum til seinni umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23.20