Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 23. janúar 2009 í safnaskálanum við Byggðasafnið á Akranesi ásamt sveitastjórnum Hvalfjarðarsveitar, Akranes og Borgarbyggðar. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson ásamt fulltrúum hinna sveitarfélagana. Guðrún Guðmundsdóttir og Fjóla Benediktsdóttir boðuðu forföll en í þeirra stað mætti Jóhannes Guðjónsson.
1. Kynning á nýju stjórnkerfi Akranesskaupstaðar. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar fór yfir nýsamþykktar reglur um stjórnkerfi Akranesskaupstaðar og dreifði afriti af þeim til fundarmanna.
2. Samstarf embættismanna sveitarfélaganna og væntanlegur samstarfssamningur.
Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar kynnti drögin sem byggja að nokkru leiti á samkomulagi sem var á milli Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um ýmis sameiginleg hagsmunamál. Samþykkt að sveitarstjórnir fari yfir samningin og geri athugasemdir við hann. Stefnt að undirritun með vorinu.
3. Sameining sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar.
Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar fór yfir hvernig hefur tekist til með sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar í sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit.
4. Áherslur varðandi samgöngur.
Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps fór yfir ýmiss mál sem brenna á vegna samgöngumála á svæðinu. Voru fundarmenn mjög ósáttir við nýja vegskrá sem nýbúið er að setja án samráðs við sveitarfélögin.
Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar bauð fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps að næsti fundur þessara aðila verði haldinn í Hvalfirði næsta haust.
Fundi slitið kl. 18:45.