Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradals 21.maí 2008 kl:21:00 Þessir sátu fundinn. Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram 19. fundargerð skipulags- og bygginganefndar dagsett 7. maí 2008. Einnig voru lagðir fram minnispunktar varðandi lið 12 í fundargerðinni. Fundargerðin samþykkt. En varðandi afgreiðslu á lið 12 þá samþykkir sveitastjórn að gerð verði óveruleg breyting svæðisskipulagi og það kynnt Borgarbyggð og skipulagsfulltrúa falið að klára breytinguna til fullnaðar og senda til skipulagstofnunnar til afgreiðslu.
2. Rætt um aðalskipulag Skorradalshrepps. Lögð voru fram bréf frá Guðrún Jónsdóttur dagsett 13. maí 2008 og 21. maí 2008. Oddvita falið að vinna í málinu í takt við umræðurnar á fundinum. Tekið aftur til umræðu á næsta fundi.
3. Lagt fram erindi frá Upplýsinga og kynningamiðstöð Vesturlands dagsett 22. apríl 2008 er varðar endurútgáfun á „blá kortinu“ Borgarfjörður, Akranes og Borgarnes. Sótt er um styrkumsókn að upphæð 10.000 kr. Samþykkt
4. Lagt fram erindi frá Landgræðslunni dagsett 19. mars 2008 er varðar samráð við sveitarfélög varðandi héraðsáætlanir Landgræðslunnar. Samþykkt að fá kynningu fyrir sveitafélagið og að Hulda Guðmundsdóttir verði tengiliður fyrir sveitarfélagið.
5. Hulda Guðmundsdóttir sagði frá erindi sem hún flutti samráðsfundi Skipulagsstofnunnar og sveitarfélaganna 8. – 9. maí 2008 er varðar almannahagsmuni. Samþykkt að vinna í málinu áfram og er Huldu falið verkið. Samþykkt er að veita 1.000.000 kr. í vinnu við skýrslu um viðbrögð vegna mögulegrar gróðurelda í Skorradal.
6. Lagt fram bréf frá Sýslumanni í Borgarnesi dagsett 9. maí 2008. Oddvita falið að svara bréfinu.
7. Lagt fram bréf frá Sigurbjörgu Jónsdóttur dagsett 5. maí 2008.
8. Fjóla kynnti vinnunna við heimasíðu Skorradals.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23:54