Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 21. desember 2010 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Ársreikningur 2009 – Mál nr. 1007012
| |
Ársreikningur 2009 lagður fram til seinni umræðu.
| ||
SFB gerir athugasemd við kaup á ljósritunarvél upp á ca. 900.000 þar sem samþykki fyrir þessum kaupum liggur hvergi fyrir í fundargerðum hreppsnefndar né samþykki fyrir því að hún skuli vera staðsett í Snorrastofu í Reykholti. SFB fer fram á það að ljósritunarvélin verði staðsett á skrifstofu sveitarfélagsins.
Stefnt skal að því að viðskipti við „tengda aðila“ verði gegnsæ og sundurliðuð fyrir sveitarstjórnarmenn.
Ársreikningur 2009 er samþykktur.
| ||
|
||
2
|
Kosning endurskoðanda. – Mál nr. 1012015
| |
KHG leggur til að leitað verði tilboða um endurskoðun ársreikninga sveitarfélagsins. Oddvita falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Endurskoðun á starfsreglum fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. – Mál nr. 1012016
| |
Beiðni frá framkvæmdarstjóra DAB um skipun starfshóps.
| ||
Oddviti skýrði frá fundi sem hann átti um endurskoðun á starfsreglum Dvalarheimili aldraða í Borgarnesi en Skorradalshreppur og Eyja-og Miklholtshreppur eiga að skipa einn fulltrúa í nefndina sem vinnur með stjórninni og var samþykkt að biðja Bjarna Guðmundsson að vera fulltrúa þessara tveggja sveitarfélaga.
| ||
|
||
4
|
Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga – Mál nr. 1002012
| |
Oddviti skýrði frá fundi sem hann fór á um yfirtöku sveitarfélagsins á málefnum fatlaða.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
5
|
Hreppsnefnd – 17 – Mál nr. 1012002F
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
6
|
Hreppsnefnd – 18 – Mál nr. 1012003F
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
01:20.