2. fundur haldinn í umhverfisnefnd Skorradalshrepps, mánudaginn 22. júní frá kl. 20. Fundarefni: Staðardagskrá hreppsins, áherslur. Fundarmenn: Árdís D. Orradóttir, Hulda Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir sem varamaður í forföllum Péturs Davíðssonar. Á fundinum var einnig fulltrúi frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 í Borgarnesi, Ragnhildur H. Jónsdóttir.
HG ritaði fundargerð.
Eftirfarandi áherslur í flokkum 1 – 8 í Sd21 voru tekin fyrir:
1. Mikilvægt að samráðsfundir formanna sumarhúsafélaga og hreppsnefndar verði árlega. Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að þeir verði haldnir fyrir 20. apríl.
2. Mikilvægt að vatnsverndarsvæði verði skilgreind við öll vatnsból og að komið verði á reglulegu eftirliti með veitum og vatnsbólum. Upplýsingum um ástand vatns verði komið á framfæri á vef hreppsins. Samþykkt að HG athugi hvar framkvæmdaábyrgðin liggur.
3. Mikilvægt að lokið verði úttekt á staðsetningu allra rotþróa í hreppnum. Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að því verði lokið fyrir árslok 2009. Þá var samþykkt að kalla þurfi á heilbrigðisfulltrúa vegna ástands rotþróarmála í Birkimóa.
4. Nokkuð var rætt um úrgangsmál. Samþykkt að óska efir kostnaðar- og ábatagreiningu vegna þessa málaflokks. Mikilvægt að slíkar staðreyndir séu aðgengilegar notendum. Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að plan fyrir járn- og timburgáma verði fært á athafnasvæðið við vegamótin Skorradalur/Hestháls og að gámur undir heimilisúrgang sem nú er á Vatnsenda verði færður þangað og bætt við öðrum gámi. Einnig var rætt um að koma upp gámi fyrir pappír og pappa. Óskað var eftir því við RHJ að hún gerði tillögur að frekari útfærslum í flokkunarmálum úrgangs.
5. Greint frá því að Sigurgeir Skúlason landfræðingur hefði fyrr sama dag, afhent hreppnum örnefnamyndir sem hann hefur unnið að í nokkur ár. Gögnin eru afhent á 5 diskum sem hreppsnefndarmenn hafa til varðveislu. Fram kom að æskilegast væri að þessi gögn verði sem pdf skjöl, birt á vef hreppsins og þar með gerð öllum aðgengileg. Þannig komi þau að mestu gagni. Samþykkt að leggja það til.
6. Rætt um, með hvaða hætti koma megi á samstarfi við LbhÍ um námsferðir eða námskeið fyrir almenning/sumarhúsafólk í Skorradal. Árdísi falið að kanna framboð sumarnámskeiða við skólann, með það fyrir augum að kannaðir verði möguleikar á þessu sviði.
7. Rætt um friðlandið í Vatnshorni og æskilegt samhengi þess við varðveislu menningarminja í fram-Skorradal. Rætt um lélegt ástand húsa á eyðijörðum og mögulegar leiðir til úrbóta, því núverandi ástand er óviðunandi. Ljóst að samstarf við Sr og eftir atvikum við Umhverfisráðuneytið eru lykilatriði, sem og niðurstaða húsakönnunar í samráði við Húsafriðunarnefnd sem fyrirhuguð er á þessu ári. Málinu verði fylgt eftir þegar könnunin liggur fyrir.
8. Rætt um uppsetningu söguskilta, en nú liggja fyrir samþykktar tillögur í hreppsnefnd fyrir þremur slíkum; við bænhús Brynjólfs að Grund, við brunn Bjarna í Vatnshorni og baðhús Guðmundar í Háafelli. Þá verða leiðarskilti á Síldarmannagötum set upp fyrir 1. júlí nk. Rætt um fleiri möguleika á skiltum, t.d. upplýsingaskiltum um náttúrufar. Þessi mál verða áfram á dagskrá nefndarinnar.
9. Rætt um mikilvægi þess reglur um umferð og mögulega veiði í Skorradalsvatni verði gerðar skýrar og aðgengilegar. Þá þarf líka að takmarka ágang á friðlandinu austan vatnsins á viðkvæmasta tíma fyrir fuglavarp. Mikilvægt að Veiðifélagið beiti sér í málinu. Samþykkt að HG hefði samband við Fiskistofu vegna lagaábyrgðar.
Fleira var ekki tekið fyrir, en rætt um hve þjónusta Staðardagskrárskrifstofunnar er mikilvæg fyrir fámennissveitarfélög á borð við Skorradalshrepp. Samþykkt að næsti fundur verði fyrir haustið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:22.00