Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, miðvikudaginn 7. maí kl. 20:30 var haldinn 19. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Jens Davíðsson og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Horn 134053, (00.0000.00) Mál nr. SK060045
Aftur til umræðu í nefndinni. Lagður fram uppdráttur af efnistökusvæði í farvegi Hornsár í landi Horns, gerður af Landlínum ehf. dags. 30. 03. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að fresta ákvörðun varðandi efnistöku í Hornsá vegna yfirstandandi jarðvegsframkvæmda landeiganda á sama svæði.
Byggingarleyfisumsóknir
2. Indriðastaðir 3 (Einisfold II) Mál nr.
Aftur til umræðu, umsókn um að flytja núverandi frístundahús af lóðinni samkv. uppdrætti nr. 000, gerðum af Úti inni arkitektum, dags. 14. 02. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað þar til fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar varðandi nýtt frístundahús á lóðinni.
3. Indriðastaðir 3 (Einisfold II) Mál nr.
Aftur til umræðu, umsókn er um að reisa nýtt frístundahús úr einingum á svipuðum stað og núverandi frístundahús er staðsett á lóðinni samkv. uppdráttum nr. 100 dags. 14. 02. 2008 og 101 dags. 28. 10. 2007, gerðum af Úti inni arkitektum.
Lagðir fram nýir uppdrættir, með sömu dagsetningu, þar sem búið er að taka út 36.3 m2 geymslu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði grenndarkynnt gangnvart lögbýlinu Indriðastöðum og öllum lóðarhöfum og húseigendum milli vegar og vatns í landi Indriðastaða. Jafnframt verði leitað eftir undanþágu varðandi fjarlægðir frá tengivegi og vatni.
4. Vatnsendahlíð 208 Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umræðu, umsókn um leyfi til að reisa frístundahús úr timbureiningum á steyptum undirstöðum, samkvæmt uppdráttum gerðum af Úti inni arkitektum dags. 28. 10. 2007.
Lagðir fram nýir uppdrættir, þar sem kjallari er 1.0 m á dýpt. Einnig hefur geymsluskúr 3.4 m2 verið bætt inn í tengslum við verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, þegar vottun um einingarhús hefur borist skipulags- og byggingarfulltrúa og einnig að tekið hafi verið tillit til athugasemda. Nefndin samþykkir ekki geymsluskúr, sem bætt hefur verið inn á uppdrætti vegna stærðartakmarkana í skipulagsskilmálum.
5. Dagverðarnes lóð nr. 14 Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umræðu, umsókn um að stækka núverandi frístundahús og reisa nýtt gestahús úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum nr. 101 dags. 20 .06. 2007, nr. 102 og 103, dags. 20. 02. 2007, gerðum af Teiknistofunni TAK. Gert er ráð fyrir að gestahúsið verði tengt verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði hafnað, þar sem það uppfyllir ekki lágmarksfjarlægð frá lóðarmörkum.
6. Vatnsendahlíð 2 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Teiknistofunni ARKO, dags. í apríl 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði hafnað, þar sem það samræmist ekki skipulagsskilmálum.
7. Vatnsendahlíð 179 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Teiknistofunni ARKO, dags. í apríl 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað. Einnig er vísað til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
8. Vatnsendahlíð 217 Mál nr.
Frístundahús
Óformleg umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Teiknistofunni ARKO, dags. í mars 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað Óskað er eftir formlegri umsókn. Einnig er vísað til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
9. Vatnsendahlíð 192 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Teiknistofunni ARKO, dags. í maí 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
10. Vatnsendahlíð 188 Mál nr.
Frístundahús
Óformleg umsókn um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum súlum, samkv uppdráttum, gerðum af Hönnun hf., dags. í maí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað. Einnig er vísað til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
11. Vatnsendahlíð 181 Mál nr.
Frístundahús
Óformleg umsókn um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum sökklum, samkv uppdráttum, gerðum af JeEs arkitektum., dags. 30. 04. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindindinu verði hafnað, þar sem það samræmist ekki skipulagsskilmálum.
Önnur mál
12. Ósk um víkkun vegskeringar í klöpp ofan Hálsa. Mál nr.
Lagt fram, bréf frá Vegagerðinni varðandi ósk um víkkun vegskeringar í klöpp ofan Hálsa dags. 14. 04. 2008. Einnig lögð fram yfirlitsmynd og þversnið vegar dags. 14. 04. 2008. Einnig lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 16. 04. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Óskað er eftir framkvæmdaleyfisumsókn.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 00:55
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Jens Davíðsson
Árni Þór Helgason