Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 13. desember 2010 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008
| |
|
Í framhald af bókun síðasta fundar lagði Pétur Davíðsson fram skriflega greinargerð en Konráð Konráðsson gaf munnlegar skýringar.
| |
|
Í samræmi við beiðni GG í tölvupósti þann 11. des. um skýringar og sundurliðun á verktakagreiðslum sem inntar hafa verið af hendi til ,,tengdra aðila“ og um sundurliðun útgjalda vegna verkefna á sviði skipulags- og byggingarmála voru lögð fram gögn á fundinum frá PD; HG og FB um vinnu þeirra fyrir hreppinn. Ekki vannst tími til að fara yfir þessi gögn á fundinum.
| |
|
|
|
2
|
Ársreikningur 2009 – Mál nr. 1007012
| |
|
Lagður fram ársreikningur ársins 2009 aftur til fyrri umræðu.
| |
|
Miklar umræður urðu um reikninga hreppsins og í samræmi við 31.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 bóka SFB, GJG, KHG eftirfarandi:
„Á síðasti fundi hreppsnefndar 11.des sl. óskuðum við eftir skriflegum skýringum frá bókara og endurskoðanda á þeim alvarlega drætti sem orðið hefur um skil á ársreikningi hreppsins fyrir 2009. Bókari skilaði inn skriflegri greinargerð samanber lið 1 þar sem fram kemur að honum hefði ekki tekist að skila bókhaldi hreppsins fyrir 2009 til endurskoðunar fyrr en 12. ágúst 2010. Endurskoðandi gaf munnlegar skýringar á því að sumarleyfi og færsla á endurskoðunarskrifstofu hans undir KPMG hefði tafið það fram í október að hann hæfi endurskoðun hreppsreikninganna. Þá lét hann þess getið að ýmis atriði í bókhaldi hefðu tafið uppgjörið umtalsvert, t.d. lá hvorki fyrir afstemming á viðskiptamönnum né lánadrottnum. Samkvæmt 1.mgr. 72.greinar Sveitarstjórnarlaga m.s.br. á ársreikningur að vera ,,fullgerður endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok aprílmánaðar“. Reikningurinn er dagsettur 13. desember 2010 og var hann nú tekinn aftur til fyrri umræðu þar sem of langt er liðið frá fyrri umræðu í ágúst og reikningurinn þá um margt ófullkominn. Endurskoðandi gaf yfirlit um ársreikninginn og lagði fram. ,,Skýrslu til hreppsnefndar“ þar sem gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum um innra eftirlit og fjárhagskerfi hreppsins. Farið var yfir helstu athugasemdir/ábendingar endurskoðanda og tillögur um úrbætur. Fyrsta stigs athugasemdir eru tvær og annars stigs athugasemdir eru átta talsins.“
Ljóst er að færsla bókhalds og verkferlar þarfnast gagngerrar endurskoðunar við, ekki síst m.t.t. laga nr. 37/2010.
Þá er ljóst að hreppurinn uppfyllir ekki skilyrði laga um upplýsingagjöf. Samkvæmt 3.mgr.72.gr Sveitarstjórnarlaga skulu sveitarstjórnir ,,hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreiknings sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 1. júní.“ Við göngumst við því að hafa ekki sinnt ábyrgð okkar sem skyldi gagnvart framantöldum atriðum“.
PD lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég vísa í áður framlagða greinargerð mína. Skil á gögnum vegna ársreiknings var í sama formi og undanfarinn ár, bæði það sem varðar afstemmingu og fleira til endurskoðenda. Hafa ekki gerðar athugasemdir við það áður. Lokafærslur endurskoðenda vegna ársins urðu 11 færslur, sem voru að mestu vegna lagfæringar milli efnahagslykla og nýjar færslur vegna fjárfestingar sem urðu árinu 2009. Engar breytingar varð að gera á viðskiptalyklum skuldunauta og lánardrottnum. Lýsir þetta stöðu og færslu bókhaldsins.“
Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.
| |
|
|
|
3
|
Ákvörðun útsvarsprósentu 2011 – Mál nr. 1012010
| |
|
Oddviti lagði fram tillögu um útsvar næsta árs. KHG lýsti þeirri skoðun að útvarsprósentu eigi að hækka í ljósi stöðu hreppsins.
| |
|
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 11,24%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 12,44% á árinu 2011.
| |
|
|
|
4
|
Fjárhagsáætlun 2011 – Mál nr. 1012011
| |
|
Lagt fram vinnublað fyrir fjárhagsáætlun 2011.
| |
|
| |
|
|
|
5
|
Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands um íbúaskrá. – Mál nr. 1012007
| |
|
Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands um íbúabreytingar á árinu 2010.
| |
|
Lagt fram.
| |
|
|
|
6
|
Fitjahlíð 51a, ákvörðun um húsið. – Mál nr. 1012012
| |
|
Ákvörðun um framtíð frístundahúsins að Fitjahlíð 51a.
| |
|
Samþykkt að fela oddvita að sækja um niðurrif á lóð 51a í Fitjahlíð til bygginga- og skipulagsnefndar.
| |
|
|
|
7
|
9 mánaðauppgjör ársins 2010. – Mál nr. 1012013
| |
|
Bókari lagði fram 9 mánaðauppgjör ársins 2010.
| |
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
8
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 53 – Mál nr. 1012001F
| |
|
Lögð fram 53. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
| |
|
Samþykkt í öllum 11 liðunum.
| |
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
01:30.