18 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, mánudaginn 7. apríl kl. 20:30 var haldinn 18. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, (00.0000.00) Mál nr.
Aftur til umræðu deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Að ósk Gassa arkitekter er lagður fram uppdráttur (A3) frá GASSA arkitekter, þar sem gert er grein fyrir opnum svæðum,vegum og göngustígum með skástrikun, Svæði 1B , dags. 25. 03. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar bókun frá 16. fundi, dags. 4. mars.2008, liður 2, varðandi opin svæði, vegi og göngustíga.
Í aðalskipulagsstilögu Skorradalshrepps eru reglur sem hafa hlotið samþykki hreppsnefndar Skorradalshrepps og í einni þeirra er eftirfarandi:
§ “Lágmark 25% af afmörkuðum frístundabyggðarsvæðum fari undir götur, stíga og opin svæði (leik- eða útivistarsvæði). Afmörkun svæða er talin upp í töflu 12.”
Í töflu 12 eru síðan skilgreiningar er varðar afmörkun frístundabyggðasvæða í Skorradalshreppi og sú sem á við um svæðið sem deiliskipulagstillaga GASSA er á er eftirfarandi:
“Svæði A (Hvammur):
Að norðan gildir Skorradalsvegur nr. 508 til austurs að merkjum við land Skógræktar ríkisins. Að austan gilda landamerki við land Skógrækar að landi Eflingar. Að sunnan gildir Skorradalsvatn og að vestan landamerki við Vatnsenda.”
Afmörkun svæðis neðan vegar, hvað varðar 25% reglu er þar af leiðandi mun stærra, en sem nemur deiliskipulagsmörkum, sem sýnd eru á framlögðum uppdrætti. Leggja verður fram uppdrátt og tölulegar upplýsingar sem sýnir nýtingu á svæði A í Hvammi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og m.a. að senda umsækjanda samanlagða stærð lóða á svæði A.
Einnig þarf að leggja fram ósk um breytingu á svæðisskipulaginu, þ.e.a.s fyrrnefnd tillaga er ekki á skilgreindu frístundabyggðasvæði í svæðisskipulaginu.
Tillagan því áfram til vinnslu.
Ýmis mál
2. Gjaldskrá skipulags- og byggingarnefndar Mál nr.
Lögð fram, ný drög að gjaldskrá skipulags- og byggingarnefndar, dags 7. apríl 2008, unnin af Árna Þór Helgasyni, skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra tillögur til sveitarstjórnar.
3. Drög að nýjum skipulags- og byggingarlögum Mál nr.
Lögð fram, drög að nýjum skipulags- og byggingalögum.
Nefndin vill benda á, að ósamræmi er milli byggingarframkvæmda, sem þurfa byggingarleyfi og verklegra framkvæmda , sem þurfa framkvæmdaleyfi.
Ósamræmi er milli byggingarleyfis og framkvædaleyfis gagnvart ábyrgð framkvæmdaaðila. Er þá átt við að við byggingar t.d. eru byggingarstjóri og iðnmeistarar gerðir ábyrgir fyrir gerðum sínum, en við jarðvinnu, t.d. námavinnslu eru engin ákvæði um ábyrgðaraðila sem er sambærilegur við byggingarstjóra, eða að jarðvinnuverktakar séu ábyrgir til jafns við iðnmeistara.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 00:25
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason