Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 15. nóvember 2010 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Davíð Pétursson, Jón E. Einarsson, S. Fjóla Benediktsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Jón E. Einarsson mætti í forföllum Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Niðurrif fasteigna – ferlar – Mál nr. 1011019
| |
Lagt er til að þegar samþykkt eru niðurrif á fasteignum þá þurfi því að vera lokið fyrir ákveðin tíma. Byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að vinna að tillögu og leggja fyrir byggingar-og skipulagsnefnd.
| ||
|
||
2
|
Vatnshorn – niðurtöku pakkhúsins. – Mál nr. 1011018
| |
Málinu vísað til byggingar- og skipulagsnefndar.
| ||
|
||
3
|
77. mál til umsagnar – Mál nr. 1011012
| |
Iðnaðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.
| ||
Oddvita falið að svara erindinu.
| ||
|
||
4
|
100. mál til umsagnar. – Mál nr. 1011011
| |
Félags- og tryggingamálanefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðismál, 100 mál.
| ||
Oddvita falið að svara erindinu.
| ||
|
||
5
|
56. mál til umsagnar. – Mál nr. 1011010
| |
Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til barnaverndarlaga, 56. mál.
| ||
Oddvita falið að svara erindinu.
| ||
|
||
6
|
Umhverfisnefnd Alþingis 78. og 79. mál – Mál nr. 1011001
| |
Erindi frá Umhverfisnefnd Alþingis. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mannvirki 78. mál og frumvarpi til laga um brunavarnir 79. mál.
| ||
Erindinu hefur verið svarað.
| ||
|
||
7
|
Dreifibréf frá lax og silungaveiðisviði Fiskistofu. – Mál nr. 1010026
| |
Lagt fram erindi frá Fiskistofu vegna framkvæmda við ár og vötn.
| ||
Erindinu vísað til byggingar- og skipulagsnefndar.
| ||
|
||
8
|
Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum. – Mál nr. 1010023
| |
Hulda fór á ráðstefnuna og kynnti helstu niðurstöður frá ráðstefnunni.
| ||
|
||
9
|
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 fyrir Faxaflóahafnir sf. – Mál nr. 1009014
| |
Erindi frá Faxaflóahöfnum um breytingar á fjárhagsáætlun 2010.
| ||
Breytingar á fjárhagsáætlun 2010 eru staðfestar.
| ||
|
||
10
|
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2011 – Mál nr. 1010012
| |
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna fjárhagsáætlunar 2011.
| ||
Engar athugasemdir eru gerðar við fjárhagsáætlun 2011.
| ||
|
||
11
|
Tilkynning um aðilaskipti samkvæmt 10. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 – Mál nr. 1010011
| |
Lagt fram bréf Bókhaldstofunnar á Þverfelli þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Vatnsenda.
| ||
Afgreiðslu málsins frestað.
| ||
|
||
12
|
Refaveiðar á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 – Mál nr. 1010009
| |
Lagt fram bréf Umhverfistofnunar um endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða frá 1. september s.l. til 31. ágúst n.k.
| ||
Oddvita falið að ítreka mómæli við því að ríkið greiði ekki sinn hlut í refa- og minkaveiðum.
| ||
|
||
13
|
Upplýsinga- og samráðsfundur sveitarstjórnamanna með Heilbrigðisstofnun Vesturlands – Mál nr. 1011002
| |
Framkvæmdarstjóri HVE boðar til fundar 17. nóvember n.k.
| ||
Oddviti sækir fundinn.
| ||
|
||
14
|
Beiðni um styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg – Mál nr. 1007015
| |
Lagt fram erindi Sigvalda Arasonar og Gunnar Ólafssonar um fjárstuðning við verkefnið.
| ||
Erindinu hafnað.
| ||
|
||
15
|
Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands – Mál nr. 1008007
| |
Þjóðskjalasafnið kynnir nýtt leiðbeiningarit um skjalavörslu sveitarfélaganna.
| ||
|
||
Almenn erindi – umsagnir og vísanir
| ||
16
|
Bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands ehf. – Mál nr. 1011014
| |
Lagt fram bréf Gámaþjónustu Vesturlands ehf. sem segir frá breytingum hjá fyrirtækinu.
| ||
|
||
17
|
Samtök náttúrustofa – Árskýrsla 2009 – Mál nr. 1010024
| |
Náttúrustofa Vesturlands sendir til kynningar árskýrslu 2009 fyrir samtök náttúrustofa.
| ||
|
||
18
|
Erindi frá Velferðarvakt Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. – Mál nr. 1010021
| |
Lagt fram til kynningar.
| ||
|
||
19
|
Samstarfsverkefni um þjóðlendumál. – Mál nr. 1010019
| |
Lagt fram bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands um framgang verkefnisins.
| ||
|
||
20
|
Erindi frá Þorsteini Baldurssyni – Mál nr. 1010018
| |
Lagt fram bréf Þorsteins Baldursonar.
| ||
|
||
21
|
Breytingar hjá Skrifstofuþjónustu Vesturlands ehf. – Mál nr. 1010017
| |
Lagt fram dreifibréf þar sem er tilkynnt um sameingu Skrifstofuþjónustu Vesturlands og KPMG hf.
| ||
Oddvita falið að skoða málið.
| ||
|
||
22
|
Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna gerð kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings. – Mál nr. 1010016
| |
Lagt fram.
| ||
|
||
23
|
Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar veiðiárið 2009-10 – Mál nr. 1009012
| |
Lögð fram skýrsla um refa- og minkaveiðar í Skorradalshreppi frá 1. september 2009 til 31. ágúst s.l.
| ||
Veiddir voru 52 refir og 81 minkur i sveitarfélaginu á tímabilinu og var heildarkostnaðurinn við veiðarnar 1.318.125 kr.-
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
24
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 52 – Mál nr. 1011001F
| |
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðunum.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
25
|
Fundur nr. 81 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1011017
| |
Lögð fram fundargerð nr. 81
| ||
|
||
26
|
Fundargerð nr. 779 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélga – Mál nr. 1010027
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
27
|
Fundargerð nr. 780 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1011009
| |
Fundargerðin kynnt.
| ||
|
||
28
|
Fundargerð skólanefndar FVA 29. september 2010 – Mál nr. 1010020
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
29
|
Fundargerð fulltrúaráðs FVA 13. október 2010 – Mál nr. 1010025
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
30
|
Fundur nr. 78 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1009013
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
31
|
Fundur nr. 79 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1010014
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
32
|
Fundur nr. 80 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1010015
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:20.