Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, mánudaginn 18. febrúar kl. 20:30 var haldinn 15. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Indriðastaðir Mál nr. 70067
Skipulagsmál Indriðastaða.
Til fundar við skipulags- og byggingarnefnd voru mættir aðilar á vegum Indriðastaða ehf. Guðjón Halldórsson, Jón Sandholt og Sigurður Einarsson, ræddu núverandi skipulagsmál og kynntu framtíðaráform á vegum Indriðastaða ehf.
2. Hvammur, Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Skipulagstillagan áfram til umræðu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna í málinu.
Fyrirspurnir
3. Grenihvammur 9 Mál nr.
Fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit, samkvæmt uppdráttum gerðum af Kurtogpi, dags. 21. des. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd vekur athygli á kröfum um lágmarksfjarlægð byggingarreits frá miðlínu tengivegar, 50m (Skorradalsvegur 508). Að öðru leyti gera skipulagsskilmálar ráð fyrir hámarksstærð húss 165 m2 með fylgihúsi og hámarkshæð mænis er 6.0 m. og mælir með að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
4. Hvammskógar 20 Mál nr.
Fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit fyrir bátaskýli, aukinni mænishæð og breytingu á mænisstefnu, samkvæmt uppdráttum gerðum af Jóni G. Magnússyni, byggingartæknifræðingi, dags. 1. feb. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindinu verði frestað, þar sem staðfesting Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á skipulagi Hvammskóga liggur ekki fyrir, samkvæmt uppdráttum gerðum af Landlínum, dags. 4. jan. 2005.
5. Vatnsendahlíð 92 Mál nr.
Tölvupóstur frá Jóni Ö. Arnarsyni, BYKO, dags. 11. feb. 2008, varðandi skipulagsskilmála vegna fyrirhugaðs frístundahúss.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna varðandi málið.
Byggingarleyfisumsóknir
6. Fitjahlíð 52 Mál nr.
Sótt eru leyfi til að reisa frístundahús úr timbri á undirstöðum úr timburbitum og tjörusoðnum staurum, samkvæmt uppdráttum gerðum af Klöpp arkitektum-verkfræðingum ehf., dags. feb. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur þegar mælt með, að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sbr. 14. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar liður 5. Einnig, að tekið verði tillit til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
7. Indriðastaðir 3 (Einisfold II) Mál nr.
Sótt er um að flytja núverandi frístundahús af lóðinni samkv. uppdrætti nr. 000, gerðum af Úti inni arkitektum, dags. 14.02.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að leitað verði eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunar varðandi erindið.
8. Indriðastaðir 3 (Einisfold II) Mál nr.
Sótt er um að reisa nýtt frístundahús úr einingum á svipuðum stað og núverandi er staðsettur á lóðinni samkv. uppdráttum nr. 100, 101 og 102, gerðum af Úti inni arkitektum, dags. 14.02.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að leitað verði eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunar varðandi erindið.
9. Dynhvammur 3 Mál nr.
Sótt eru leyfi til að reisa frístundahús úr timbri á timburbitum á steyptum undirstöðum, samkvæmt uppdráttum gerðum af Árna Gunnari Kristjánssyni, FTFÍ, dags. 23. feb. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
10. Hvammskógar 27 (28.0120.70) Mál nr.
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Til umfjöllunar, áður samþykktir uppdrættir gerðir af GASSA arkitekter, um að reisa frístundahús dags. 06.07.2007, með breytingum (A) dags. 04.02.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu, samkv . 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
11. Hvammskógar 25 (28.0102.50) Mál nr.
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Til umfjöllunar, áður samþykktir uppdrættir gerðir af GASSA arkitekter, um að reisa frístundahús dags. 06.07.2007, með breytingum (A) dags. 04.02.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu, samkv . 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
12. Hvammskógar 41 (28.0104.10) Mál nr.
Frístundahús
020259-4859 Stefán Gunnar Jósafatsson
Flúðasel40, 109 Reykjavík
Til umfjöllunar, áður samþykktir uppdrættir gerðir af GASSA arkitekter, um að reisa frístundahús dags. 06.07.2007, með breytingum (A) dags. 04.02.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Önnur mál
13. Vatnsendahlíð 208 Mál nr.
Bréf frá landeiganda Vatnsenda til Skorradalshrepps, dags. 30. janúar 2008 , varðandi væntanlegt sumarhús í Vatnsendahlíð 208.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að leitað verði til Skipulagsstofnunar varðandi túlkun skipulagsskilmála, þar sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við skipulagshöfund varðandi umsögn gagnvart skipulagsskilmálum og skipulagshöfundur hefur frábeðið sér þessa umsögn af heilsufarsástæðum.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 2:40
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Bjarni Þorsteinsson
Árni Þór Helgason