148 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd, fundur nr. 148

Dags. 16.7.2020

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 148
16. júlí 2020 kl.20:30, hélt  hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.  Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Heimasíða sveitarfélagins.- Mál nr. 1902005
Kynning á nýrri heimasíðu Skorradalshrepps.
Fulltrúi Netvöktunar ehf., Aron Hallsson kynnti nýja heimasíðu sveitarfélagsins. Fjóla Benediktsdóttir, starfsmaður Skorradalshrepps sat einnig fundinn. Almenn ánægja er með nýju heimasíðuna. Samþykkt að heimila oddvita að kaupa myndir fyrir heimasíðuna. Heimasíðan verður opnuð næstu daga.
Gestir
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir – Skorradalshreppi –
Aron Hallsson – Netvöktun ehf. –
2. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2019- Mál nr. 2006007
Ársreikningur ársins 2019 lagður fram til seinni umræðu.
Ársreikningurinn samþykktur.
3. Minnisblað oddvita (vinnulag)- Mál nr. 2007008
Framhald frá síðasta fundi. Uppfært minnisblað lagt fram.
Minnisblaðið rætt áfram. Frestað til næsta fundar.
4. Ráðstöfun styrks úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2020- Mál nr. 2007007
Lögð fram drög að samningi við Tryggva Val Sæmundsson um nýtingu styrksins.
Samþykkt að fela oddvita að ganga frá samningi við TSV.
5. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.- Mál nr. 2007003
Lögð fram drög að samkomulagi við Ungmennafélagið Íslending um framlag um byggingu laugarhús.
Samþykkt að fela oddvita að undirrita samkomulagið. Samþykkt að tilnefna Ástríði Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson verði fulltrúar Skorradalshrepps í væntanlegri byggingarnefnd samkvæmt samkomulaginu. Kostnaður að nefndarsetu fulltrúa hreppsins greiðist af sveitasjóði.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 23:30.