miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn:
- Pétur Davíðsson
- Jón E. Einarsson
- Árni Hjörleifsson
- Sigrún Guttormsdóttir Þormar
- Ástríður Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði:
- Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
1. | Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna.- Mál nr. 2002002 | |
Eftirtaldir fulltrúar eru mættir: Garðar Ólafsson, Fitjahlíð Ólafur Tryggvason, Fitjahlíð Valdimar Sæmundsson, Vatnsendahlíð Ágúst Gunnarsson, Hálsahverfi Karl Ómar Jónsson, Indriðastaðahverfi Sigmundur Jónsson, Indriðastaðahverfi Helga Óskarsdóttir, Hvammsskógi |
||
Oddviti bauð fundarmenn velkomna. Rætt er um stöðu sveitarfélagsins í kjölfar þingsályktunar um íbúafjölda. Einnig rætt um ljósleiðaramál, vegamál, brunamál, öryggismyndavélar. Farið yfir lögheimilisskráningar í sumarhús og skipulagsmál. Stefnt að halda annan fund í ágúst eða september. |
||
2. | Íbúafundur vegna stöðu sveitarfélagsins.- Mál nr. 2001006 | |
Farið yfir niðurstöðu fundarins. | ||
Oddvita falið að vinna að málum í samræmi við undirtektir fundarins. | ||
3. | Fundir Almannavarnanefnda- Mál nr. 2002005 | |
Lagðar fram stöðufundir Almannavarnanefndar vegna Kórónaveirunar. | ||
4. | Kæra vegna Vesturlandsvegar- Mál nr. 1908007 | |
Lagður fram úrskurður í málinu. | ||
Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá. | ||
5. | Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024- Mál nr. 2002003 | |
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um áætlunina. | ||
Oddvita falið að senda inn umsögn. | ||
6. | Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034- Mál nr. 2002004 | |
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um áætlunina. | ||
Oddvita falið að senda inn umsögn. | ||
7. | Íbúaskrá 1. desember 2018 og 1. desember 2019- Mál nr. 2002006 | |
Lagðar fram íbúaskrár fyrir bæði árin. | ||
Lagðar fram. | ||
8. | Erindi frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu.- Mál nr. 2002007 | |
Ráðuneytið er búið að setja í samráðsgátt frumvarp um lágmarksíbúafjölda. | ||
PD og oddvita falið að senda inn umsögn í samráðsgáttina. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
9. | Skipulags- og byggingarnefnd – 134- Mál nr. 2001002F | |
Lögð fram fundargerð frá 4. febrúar s.l. | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum. | ||
9.1 | 1802001 – Húsakönnun 2018 | |
9.2 | 1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja | |
9.3 | 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala | |
9.4 | 1801003 – Indriðastaðir 5, lóðamál | |
9.5 | 1202001 – Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. |
Fleira ekki gert.