143 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 20:30, hélt  hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn:
  • Pétur Davíðsson
  • Jón E. Einarsson
  • Árni Hjörleifsson
  • Sigrún Guttormsdóttir Þormar
  • Ástríður Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði:
  • Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna.- Mál nr. 2002002
Eftirtaldir fulltrúar eru mættir:
Garðar Ólafsson, Fitjahlíð
Ólafur Tryggvason, Fitjahlíð
Valdimar Sæmundsson, Vatnsendahlíð
Ágúst Gunnarsson, Hálsahverfi
Karl Ómar Jónsson, Indriðastaðahverfi
Sigmundur Jónsson, Indriðastaðahverfi
Helga Óskarsdóttir, Hvammsskógi
Oddviti bauð fundarmenn velkomna. Rætt er um stöðu sveitarfélagsins í kjölfar þingsályktunar um íbúafjölda. Einnig rætt um ljósleiðaramál, vegamál, brunamál, öryggismyndavélar. Farið yfir lögheimilisskráningar í sumarhús og skipulagsmál.
Stefnt að halda annan fund í ágúst eða september.
2. Íbúafundur vegna stöðu sveitarfélagsins.- Mál nr. 2001006
Farið yfir niðurstöðu fundarins.
Oddvita falið að vinna að málum í samræmi við undirtektir fundarins.
3. Fundir Almannavarnanefnda- Mál nr. 2002005
Lagðar fram stöðufundir Almannavarnanefndar vegna Kórónaveirunar.
4. Kæra vegna Vesturlandsvegar- Mál nr. 1908007
Lagður fram úrskurður í málinu.
Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá.
5. Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024- Mál nr. 2002003
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um áætlunina.
Oddvita falið að senda inn umsögn.
6. Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034- Mál nr. 2002004
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um áætlunina.
Oddvita falið að senda inn umsögn.
7. Íbúaskrá 1. desember 2018 og 1. desember 2019- Mál nr. 2002006
Lagðar fram íbúaskrár fyrir bæði árin.
Lagðar fram.
8. Erindi frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu.- Mál nr. 2002007
Ráðuneytið er búið að setja í samráðsgátt frumvarp um lágmarksíbúafjölda.
PD og oddvita falið að senda inn umsögn í samráðsgáttina.

Fundargerðir til staðfestingar

9. Skipulags- og byggingarnefnd – 134- Mál nr. 2001002F
Lögð fram fundargerð frá 4. febrúar s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
9.1 1802001 – Húsakönnun 2018
9.2 1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja
9.3 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
9.4 1801003 – Indriðastaðir 5, lóðamál
9.5 1202001 – Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 01:20.