miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 22:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn:
- Pétur Davíðsson,
- Jón E. Einarsson,
- Árni Hjörleifsson,
- Sigrún Guttormsdóttir Þormar
- Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:
- Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
1. | Íbúafundur vegna stöðu sveitarfélagsins.- Mál nr. 2001006 | |
Íbúafundur var haldinn fyrr í kvöld um stöðu Skorradalshrepps í tengslum við væntanlega þingsályktun frá Alþingi um framtíð sveitarfélaga. | ||
Lagt fram minnisblað frá umræðum á fundinum. Mættu 16 íbúar á fundin frá 13 heimilum í sveitarfélaginu. Góðar umræður voru á fundinum. | ||
2. | Samningur við Ljóspunkt ehf.- Mál nr. 2002001 | |
Lagður fram samningur frá 10. desember s.l. á milli Skorradalshrepps og Ljóspunkts ehf. er varðar ábyrgð og fleira á framkvæmdartímanum. | ||
Samningurinn samþykktur. | ||
3. | Ljósleiðari í Skorradal- Mál nr. 1602003 | |
PD fór yfir stöðu mála. Sagði frá fundi sínum með fulltrúa Fjarskiptasjóðs. Fjarskiptasjóður hefur samþykkt þá staði sem er búið að skila inn. | ||
Í ljósi þess samþykkir hreppsnefnd að virkja ákvæði í umsóknum um ljósleiðaratengingar sem eru styrkhæfar samkvæmt reglum Fjarskiptasjóðs. Miðast það við dagsetninguna 15. desember s.l. | ||
4. | Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brú lsj. starfamanna sveitarfélaga.- Mál nr. 1801005 | |
ÁH og SGÞ leggja fram minnisblað vegna lokauppgjörsins sem hefur dregist. | ||
Minnisblaðið samþykkt. |
Fleira ekki gert.