141 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 141

miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Endurskoðun vegna ársins 2019- Mál nr. 2001005

Haraldur Reynisson mætti fyrir hönd KPMG ehf. og fór yfir endurskoðun s.l. ára og bauð fram krafta KPMG ehf. vegna skoðunar á ársreikningi 2019

Málið rætt og frestað. Oddvita og PD vinna málið áfram.

Gestir

Haraldur Reynisson –

2.

Íbúafundur vegna stöðu sveitarfélagsins.- Mál nr. 2001006

Í tengslum við hugsanlega samþykkt Alþingis á þingsályktun varðandi framtíð sveitarfélaganna ákveður hreppsnefnd að boða til íbúafundar.

Samþykkt að boða íbúafund þann 28. janúar n.k.

3.

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslending um framkvæmdir.- Mál nr. 1905012

Lagt fram erindi frá Umf. Íslending, um niðurstöðu framkvæmda ársins 2019.

Samþykkt að veita 1.300.000 kr. styrk vegna framkvæmda og rekstrar sem er tekið af fjárhagsáætlun s.l. árs og gjaldfærist styrkurinn á því ári.

4.

Forkaupsréttur að Birkimóa 1- Mál nr. 2001007

Erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar. Skorradalshreppur hefur forkaupsrétt vegna sölu Birkimóa 1.

Samþykkt að nýta hann ekki.

Fundargerðir til staðfestingar

5.

Skipulags- og byggingarnefnd – 133- Mál nr. 1912003F

Lögð fram fundargerð frá 7. janúar s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.

5.1

1912001 – Morgunfundur um skipulag landbúnaðarlands

5.2

1806004 – Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld

5.3

2001001 – Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags

Skipulagsmál

6.

Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags- Mál nr. 2001001

Landeigandi Hvamms óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Hvammsskógar neðri er varðar vegtengingu og legu vegar að bátaskýlasvæði. Breytingin felur í sér að vegtenging og vegur er færður norður fyrir bátaskýlalóðirnar Víðihvamm 2 og 4. Bátaskýlasvæðið hefur ekki enn komið til framkvæmda samkvæmt gildandi skipulagi, þ.e. bátaskýli hafa ekki verið byggð né vegir verið lagðir. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Breytingin er talin hafa jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem ný veglína mun liggja betur í landi og kostar minni skeringar og fyllingar með tilheyrandi skerðingu á gróðri. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 7.1.2020 við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir landeiganda Hvamms 1 og Fagrahvamms 1.

Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir landeiganda Hvamms 1 og Fagrahvamms 1. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7.

Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld- Mál nr. 1806004

Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þann 31.12.2019 er varðar kæru landeiganda Fitja á hendur sveitarfélaginu. ÚUA hafnar kröfu kærenda um ógildingu álagningar afgreiðslu- og umsýslugjalds að fjárhæð kr. 208.600,- og gjalds fyrir aukayfirferð að fjárhæð kr. 11.000,- vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 varðandi land Fitja. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.

Niðurstaðan kynnt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

23:00.