miðvikudaginn 11. desember 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1.
|
Fjárhagsáætlun 2020- Mál nr. 1910009
| |
Áætlun lögð fram til seinni umræðu
| ||
Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu. Niðurstaða áætlunar er 11.412.000 þúsund kr. í halla af aðalsjóði og 11.807.000 þúsund kr. í halla af A og B hluta.
Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi greinargerð með áætluninni. „Fjárhagsáætlun Skorradalshrepps vegna ársins 2020 er samþykkt með 11.412.000,- kr. halla á aðalsjóði. Ástæða þessa er meðal annars að sveitarfélagið fékk leiðréttingu vegna framlaga jöfnunarsjóðs fyrir s.l. 5 ár meðal annars jöfnunar vegna fasteignagjaldatekna. Ákveðið er því að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda. Kostar sú lækkun um 7 milljónir króna í álagningu fasteignagjalda á móti síðasta ári. Eins er ákveðið að auka kostnað vegna hugsanlegra sameiningarmála um 5 milljónir króna. Bókast það undir yfirstjórn sveitarfélagsins Skýrir það hallann og verður hann fjármagnaður af veltufjármunum. Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2020 verði fyrir A-stofn 0,35% og fyrir C-stofn 1,15%. | ||
2.
|
3 ára fjárhagsáætlun 2021-2023- Mál nr. 1911009
| |
3. ára áætlun lögð fram til seinni umræðu.
| ||
Áætlunin samþykkt samhljóða.
| ||
3.
|
Umsögn, frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.- Mál nr. 1912002
| |
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
| ||
Samþykkt var að leita til Óskars Sigurðssonar, lögmanns til að gera sameiginlega umsögn fyrir Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveit, Ásahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Fljótsdalshrepps.
Umsögnin lögð fram og samþykkt. | ||
4.
|
Ljósleiðari í Skorradal- Mál nr. 1602003
| |
Staða ljósleiðaramála.
| ||
PD fór yfir stöðu verkefnisins.
| ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
5.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 132- Mál nr. 1912001F
| |
Lögð fram fundargerð frá því í gær 10. desember s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 2 liðum.
| ||
5.1
|
1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.
| |
5.2
|
1911010 – Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar
| |
6.
|
Fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmisins- Mál nr. 1912003
| |
Lögð fram fundargerð nr. 7 hjá stjórn Fjallskilaumdæmisins
| ||
Umræður urðu um lið 1. Fundargerðin staðfest.
| ||
Fundargerðir til kynningar
| ||
7.
|
Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundir nr. 147-150- Mál nr. 1912006
| |
Lagðar fram.
| ||
8.
|
Fundargerðir nr. 873 – 876 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.- Mál nr. 1912005
| |
Lagðar fram.
| ||
9.
|
Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 182-185- Mál nr. 1912004
| |
Lagðar fram.
| ||
Skipulagsmál
| ||
10.
|
Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012
| |
Skorradalshreppi barst þann 26. nóvember 2019 erindi frá Gísla Tryggvasyni lögmanni með tölvupósti f. h. landeiganda Fitja þar sem óskað er eftir frekari rökum og rökstuðningi fyrir synjun á skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja aðliggjandi lóða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, á 132. fundi sínum þann 10.12.2019, að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
22:15.