14 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, þriðjudaginn 15. janúar kl. 20:30 var haldinn 14. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jens Davíðsson, Pétur Davíðsson, Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Til fundar við skipulags- og byggingarnefnd voru mættir aðilar á vegum Eignarhaldsfélags Hvammskóga ehf. Grétar Berndsen og Ívar Pálsson og kynntu deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd
2. Hvammur Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá GASSA arkitekter fyrir hönd landeiganda. Deiliskipulagstillaga í landi Hvamms, svæði 1A, 1B, 2A, 2B og 2C.
Erindið áfram til umræðu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita frekari upplýsinga varðandi athugasemdir nefndarinnar.
3. Indriðastaðir Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Bleikulágaráss á Indriðastöðum. Uppdráttur frá landlínum ehf.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Lambaás er skipt í tvær lóðir, 2a og 2b. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
4. Indriðastaðir Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar á Indriðastöðum. Uppdráttur frá landlínum ehf.
Breytingin felur í sér, að byggingarreitir 21 lóð eru stækkaðir, byggingarreitirnir eru á lóðum nr. 102, 104, 110, 112, 114, 116, 118, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132,134, 162,164,168,170,172 og 173. Einnig er lóð nr. 156 skipt upp í tvær lóðir. Nýr vegur verður lagður að nýrri lóð nr. 156b. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
Fyrirspurnir
5. Mál nr.
Frístundahús
Tölvupóstur dags. 4. Jan 2008, til skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, með fyrirspurn vegna frístundahúss. Eigandi Jón Axel Ólafsson.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Grenndarkynning lóðarhafa er ófullnægjandi, að öðru leyti er vísað til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi nýja grenndarkynningu samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Byggingarleyfisumsóknir
6. Skálalækjarás 8 Mál nr.
Frístundahús
Sótt er um að reisa frístundahús og gestahús úr timbri á steyptum sökklum samkv. uppdráttum gerðum af Sigrúnu Óladóttur arkitekt, dags. 10.10.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
5. Hvammskógar 43 Mál nr.
Frístundahús
Sótt er um að reisa frístundahús úr timbri á steyptum undirstöðum samkv. uppdráttum gerðum af Kristjáni Þórarinssyni, BFÍ, dags. 8.01.2008
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
6. Vatnsendahlíð 208 Mál nr.
Frístundahús
Sótt eru leyfi til að reisa frístundahús úr timbureiningum á steyptum undirstöðum, samkvæmt uppdráttum gerðum af Úti inni arkitektum dags. 28.10.2007
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, þegar vottun um einingarhús hefur borist skipulags- og byggingarfulltrúa og einnig að tekið hafi verið tillit til athugasemda.
7. Hvammskógar 27 (28.0120.70) Mál nr. 70033
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Til umfjöllunar að nýju erindi um að reisa frístundahús samkv. uppdráttum GASSA arkitekter dags. 06. 07. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu. Nefndin leggur til að samþykkt verði að leyfa breytingu byggingarreits á lóðinni, ef sýnt er fram á að mannvirki falli betur að landi vegna þessa. Varanleg mannvirki, svo sem steypt verönd og setlaug skulu vera innan byggingarreits. Að öðru leyti leggur nefndin til að skipulagsskilmálar verði óbreyttir.
8. Hvammskógar 25 (28.0102.50) Mál nr. 70034
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Til umfjöllunar að nýju, erindi um að reisa frístundahús samkv. uppdráttum GASSA arkitekter dags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu. Nefndin leggur til að samþykkt verði að leyfa breytingu byggingarreits á lóðinni, ef sýnt er fram á að mannvirki falli betur að landi vegna þessa. Varanleg mannvirki, svo sem steypt verönd og setlaug skulu vera innan byggingarreits. Að öðru leyti leggur nefndin til að skipulagsskilmálar verði óbreyttir.
9. Hvammskógar 41 (28.0104.10) Mál nr. 70035
Frístundahús
020259-4859 Stefán Gunnar Jósafatsson
Flúðasel40, 109 Reykjavík
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði sett í grenndarkynningu. Nefndin leggur til að samþykkt verði að leyfa breytingu byggingarreits á lóðinni, ef sýnt er fram á að mannvirki falli betur að landi vegna þessa. Varanleg mannvirki, svo sem steypt verönd og setlaug skulu vera innan byggingarreits. Að öðru leyti leggur nefndin til að skipulagsskilmálar verði óbreyttir. Varðandi fjarlægð byggingarreita frá fornminjum á svæðinu er vísað til umsagnar Fornleifaverndar ríkisins.
Önnur mál
10. Tölvupóstur dags. 8. jan. 2008, til skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps frá Guðjóni Halldórssyni fh. Indriðastaða ehf. Óskað er eftir fundi með skipulags- og byggingaryfirvöldum í Skorradal varðandi núverandi og fyrirhugaðar framkvæmdir að Indriðastöðum í Skorradal.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindi Indriðastaða ehf og mælir með, að aðilar frá Indriðastöðum ehf., komi á næsta fund skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 0:10
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jens Davíðsson
Pétur Davíðsson
Bjarni Þorsteinsson
Árni Þór Helgason