139 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 139

miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Fjárhagsáætlun 2020- Mál nr. 1910009

Áframhald fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

Nokkrar umræður urðu um áætlunina. Gerðar nokkrar breytingar. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

2.

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2020- Mál nr. 1911008

Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2020

Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2020.

3.

3 ára fjárhagsáætlun 2021-2023- Mál nr. 1911009

Lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.

Fundargerðir til staðfestingar

4.

Skipulags- og byggingarnefnd – 131- Mál nr. 1911001F

Lögð fram fundargerð frá því í gær 26. nóvember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðum.

4.1

1706006 – Verkefnahópur um hreinsun Andakílsár

4.2

1911007 – Reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620-2019

4.3

1911006 – Skipulagsdagurinn 2019

4.4

1902003 – Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags

4.5

1909017 – Endurskoðun aðalskipulags

4.6

1812001 – Dagverðarnes, breyting aðalskipulags

4.7

1911001 – Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá

4.8

1911004 – Vegtenging við bátaskýlalóðir í landi Hvamms

4.9

1911005 – Umsögn, breyting á reglugerð um MÁU og framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

5.

Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003

Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu þann 27.9.2019 og birt í Lögbirtingarblaðinu þann 30.9.2019, og lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar frá 30. september til 11. nóvember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til á 131. fundi sínum þann 26.11.2019 við hreppsnefnd að samþykkja breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar, til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar, til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.

Hrísás 10 og 12, deiliskipulag Skálalækjar í landi Indriðastaða, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1806018

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 24.9.2019 til og með 24.10.2019. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

7.

Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001

Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu þann 27.9.2019 og birt í Lögbirtingarblaðinu þann 30.9.2019, og lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar frá 30. september til 11. nóvember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til á 131. fundi sínum þann 26.11.2019 við hreppsnefnd að samþykkja breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Önnur mál

8.

Umsögn, breyting á reglugerð um MÁU og framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1911005

Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hefur verið birt í Samráðsgátt. Umsögn sveitarfélagsins lögð fram og kynnt.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til á 131. fundi sínum þann 26.11.2019 að umsögn verði kynnt í hreppsnefnd.

Umsögn lögð fram og kynnt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:30.