Skipulags-og bygginganefnd, fundur nr. 138
Dags. 18.5.2020
Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
mánudaginn 18. maí 2020 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði:Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði:Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
1. | Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps- Mál nr. 2005011 | |
Í vinnslu er hjá Skógræktinni og Ríkiseignum að stofna lóðir undir húsakost eyðijarðanna, Vatnshorns, Bakkakots og Sarps. Lagðar eru fram tillögur um afmörkun lóðanna. Óskað er umsagnar um fyrirhugaða afmörkun í ljósi friðunar votlendis við Fitjaá og verndarsvæðis í byggð er varðar framdal Skorradals, s.s. hvort afmörkunin samræmist friðunar- og verndaráformum. | ||
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund. | ||
Skipulagsmál |
||
2. | Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Kárastaða- Mál nr. 2005009 | |
Borgarbyggð kynnir breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Kárastaða þar sem fyrirhugað er að breyta landnotkun úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði. Breytingin tekur til 2,2 ha svæðis, þannig að athafnasvæði stækkar sem því nemur. Ástæða breytingarinnar er að fyrirhugað er að stækka athafnasvæðið í samræmi við þarfir innan svæðisins. | ||
Breyting lögð fram og kynnt. | ||
Framkvæmdarleyfi |
||
3. | Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku- Mál nr. 1208001 | |
Óskað var eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Hornsá árið 2012. Málinu var frestað og framkvæmdaleyfi hefur ekki verið veitt. Umsækjandi óskar eftir því að draga umsókn sína til baka sbr. tölvupósti dags. 13.5.2020. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir beiðni umsækjanda og umsókn er felld niður. Hægt verður þó að sækja um leyfi vegna bakkavarna í tengslum við frágang eftir fyrri efnistöku. | ||
4. | Efnistaka í Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2005010 | |
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku 7000 m3 við Hornsá. Efnistökusvæðið við Hornsá er ekki skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn þar sem efnistaka er ekki í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, en bendir á að hægt sé að sækja um leyfi að bakkar árinnar verði lagfærðir til að fyrirbyggja landbrot samanber mál nr. 1208001 og mögulega nýta það efni sem til fellur við aðgerðina, en bent er á að breyta þarf aðalskipulagi ef heimila á efnistöku á svæðinu. | ||
5. | Skógrækt, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004004 | |
Málinu var frestað á 137. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Umsögn slökkviliðsstjóra liggur fyrir. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til ræktunar fjölnytjaskóga. | ||
Fleira ekki gert.