138 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 138

miðvikudaginn 23. október 2019 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2018- Mál nr. 1910001

Ársreikningurinn lagður til seinni umræðu. Einnig endurskoðunarskýrsla lögð fram Haraldur og Konráð fóru yfir og gerðu grein fyrir helstu atriðum.

Ársreikningurinn samþykktur.

Gestir

Haraldur Örn Reynisson – KPMG –

Konráð Konráðsson – KPMG –

2.

Fjárhagsáætlun 2020- Mál nr. 1910009

Fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til fyrri umræðu.

Farið yfir áætlunina og helstu áherslur. Umræðu frestað til næsta fundar.

3.

Þjónusta Motusar ehf.- Mál nr. 1906001

Lagður fram undirritaður samningur við Motus.

Samþykktur.

Fundargerðir til staðfestingar

4.

Skipulags- og byggingarnefnd – 130- Mál nr. 1910002F

Lögð fram fundargerð frá því í gær 22. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 1 lið.

4.1

1811007 – Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

5.

Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012

Málinu var frestað á 122. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. september 2019 leggur úrskurðarnefndin fyrir hreppsnefnd Skorradalshrepps að taka umsókn kærenda til efnislegrar meðferðar á grundvelli skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að hafna umsókn um að skipta lóð Fitjahlíðar 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32 þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag umræddra lóða.

Hreppsnefnd fullnaðarafgreiðir bókun skipulags- og byggingarnefndar um að hafna umsókn um að skipta lóð Fitjahlíðar 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32 þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag umræddra lóða.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:15.