136 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 136

miðvikudaginn 18. september 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Þjónusta Motus ehf.- Mál nr. 1906001

Fulltrúar Motus mættu á fundinn.

Fóru yfir þjónustu Motusar og möguleika þeirra við að þjónusta innheimtu fasteignagjalda.

Gestir

Linda Kristófersdóttir –

Sveinn Ó Hafliðason –

2.

Gróðureldar og náttúruvá- Mál nr. 1909007

Lögð fram drög að erindi til Umhverfisráðuneytisins um að skipa starfshóp.

Drögin rædd og málinu frestað.

3.

6 mánaða uppgjör ársins 2019- Mál nr. 1909008

Lagt fram 6 mánaða uppgjör ársins 2019

Farið yfir uppgjörið og það samþykkt.

4.

Fjárhagsáætlun 2019, viðauki- Mál nr. 1909009

Umræða um viðauka.

Frestað til næsta fundar.

5.

Umferðarskilti vegna myndavéla- Mál nr. 1909010

Oddviti lagði fram tillögur.

Rætt um tillögur um merki. Skoða þarf reglur um eftirlitsmyndavélar.

6.

Umferðarmál (breyting á umferðarhraða)- Mál nr. 1909011

Lögð fram tillaga Vegagerðinnar að breyttum hámarkshraða á vegi 508, fyrir innan Hvamm.

Ekki gerð athugasemd við tillögu Vegagerðarinnar.

7.

Reglur um stuðning í húsnæðismálum í Skorradalshreppi.- Mál nr. 1909012

Lögð fram tillaga að reglum.

Samþykkt með áorðnum breytingum.

8.

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004

Lagt fram bréf Ríkissaksóknara þar sem vísað er til baka frávísun Lögreglunnar á Vesturlandi í annað sinn.

Vísað til skipulagsnefndar.

9.

Lagt fram erindi frá Landlínum ehf. vegna embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagins- Mál nr. 1909013

Erindið lagt fram.

Erindið samþykkt og oddvita falið að vinna málið áfram.

10.

Erindi frá Faxaflóahöfnum.- Mál nr. 1909014

Óskað er umsagnar á breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf.

Engin athugasemd gerð.

11.

Afrit af erindi vegna fjölgunar meindýra á Mýrum.- Mál nr. 1909015

Lagt fram afrit af bréfi landeiganda Akra I,II,III, Traða og Laxárholts til Umhverfisráðuneytisins.

Lagt fram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

00:05.