133 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
133. fundur

þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl.12:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.

Morgunfundur um skipulag landbúnaðarlands- Mál nr. 1912001

Skipulagsstofnun stóð, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um skipulag landbúnaðarlands þann 28. nóv 2019. Fundinum var streymt.

Skipulagsfulltrúi kynnti málið.

2.

Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld- Mál nr. 1806004

Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þann 31.12.2019 er varðar kæru landeiganda Fitja á hendur sveitarfélaginu. ÚUA hafnar kröfu kærenda um ógildingu álagningar afgreiðslu- og umsýslugjalds að fjárhæð kr. 208.600,- og gjalds fyrir aukayfirferð að fjárhæð kr. 11.000,- vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 varðandi land Fitja.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.

3.

Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags- Mál nr. 2001001

Landeigandi Hvamms óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Hvammsskógar neðri er varðar vegtengingu og legu vegar að bátaskýlasvæði. Breytingin felur í sér að vegtenging og vegur er færður norður fyrir bátaskýlalóðirnar Víðihvamm 2 og 4. Bátaskýlasvæðið hefur ekki enn komið til framkvæmda samkvæmt gildandi skipulagi, þ.e. bátaskýli hafa ekki verið byggð né vegir verið lagðir. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2020. Breytingin er talin hafa jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem ný veglína mun liggja betur í landi og kostar minni skeringar og fyllingar með tilheyrandi skerðingu á gróðri.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir landeiganda Hvamms 1 og Fagrahvamms 1.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

14:30.