fimmtudaginn 13. júní 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1.
|
Þjónusta Motusar ehf.- Mál nr. 1906001
| |
Sveinn Óskar Hafliðason mætir á fundinn
| ||
Sveinn fór þjónustu Motusar ehf við innheimtu reikninga og gjalda sveitarfélagsins.
Óskaði eftir að gera greiningu á innheimtu sveitarfélagins. Samþykkt að skoða það á næsta fundi. | ||
2.
|
Gjalddagar fasteignagjalda 2019- Mál nr. 1906006
| |
Tillaga PD um að verði einn gjalddagi undir 50.000 og 3 gjalddagar yfir 50.000 kr. Fyrsti gjalddagi verði 15. ágúst, 15. september og 15. október.
| ||
Það samþykkt.
| ||
3.
|
Útivistarsvæði við frístundarbyggðir.- Mál nr. 1903004
| |
Lagt fram erindi frá formanni sumarhúsafélagins í Fitjahlíð.
| ||
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í samræmi við bókun á fundi hreppsnefndar þann 10. apríl s.l. er erindinu hafnað. Samþykkt. | ||
4.
|
Ljósleiðari í Skorradal- Mál nr. 1602003
| |
PD fór yfir stöðu ljósleiðaraverkefni Ljóspunkt ehf.
| ||
PD fór yfir stöðuna. Búið er að tengja einn notanda. Sá notandi var tengdur 12. apríl s.l. Fleiri tengjast á næstum dögum.
| ||
5.
|
Kaldavatnsmál í Indriðastðahverfinu.- Mál nr. 1906002
| |
Lagt fram erindi frá sumarhúsfélaginu vegna stöðu mála vatnsveitumála.
| ||
Bréfið lagt fram og sveitarfélagið hefur ekki aðkomu að málinu.
| ||
6.
|
Slökkviliðsmál- Mál nr. 1905008
| |
Undanfarnar vikur hefur ekki rignt í Skorradal, eða síðan 14. maí s.l.
| ||
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun í tengslum við brunavarnir.
„Vegna langvarandi þurrka hefur formaður almannavernarnefndar á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðueldum á Vesturlandi. Þá hefur viðbragðsáætlun vegna hættu á gróðureldum í Skorradal verið virkjuð. Vegna stöðugrar eldhættu, sem skapast í Skorradalnum í mikilli þurrkatíð, telur hreppsefnd Skorradalshrepps nauðsyn á að allir leggist á eitt í því, að reyna að koma í veg fyrir bruna, með stöðugum ábendingum og áróðri. Skorradalshreppur er með samning við Borgarbyggð, um brunavarnir og tekur þátt hluttfalslega þátt í rekstri slökkviliðs Borgarbyggðar, auk þess að leggja til slökkviliðsbíl sem sveitarfélagið á. Mikil þörf er á því að slökkviliðið sé vel mannað og búið góðum tækjum og búnaði, sem kemur að gagni í eldsvoðum.“ Bókunin samþykkt. | ||
7.
|
Viðbúnaðarstig vegna eldhættu.- Mál nr. 1906003
| |
Lögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi í Skorradal s.l. mánudag.
| ||
Í tengslum við viðbúnaðarstig verður æfing hjá Slökkviliði Borgarbyggðar annað kvöld. Sveitarstjórn boðuð að fylgjast með henni. Sveitarstjórn samþykkir að færa mönnum veitingar að æfingu lokinni.
| ||
8.
|
Skönnunarmál- Mál nr. 1906004
| |
Skönnun gagna
| ||
Skönnunarmál rædd og oddvita falið að vinna málið áfram.
| ||
9.
|
Erindi frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu.- Mál nr. 1906005
| |
Óskað er eftir umsögn um grænbók um sveitarstjórnarstigið.
| ||
Oddviti lagði greinargerð sína sem hann sendir í sínu nafni til ráðuneytisins.
| ||
10.
|
Ársreikningur 2018- Mál nr. 1906010
| |
Ársreikningur 2018 er í endurskoðun hjá KPMG í Borgarnesi.
| ||
Í tengslum við endurskoðun samþykkir hreppsnefnd að inneign aðalssjóðs hjá eignasjóði gangi upp í skuldabréf eignasjóðs við aðalsjóðs vegna ársins 2018.
| ||
11.
|
Verksamningur við PD- Mál nr. 1905005
| |
PD lagði fram drög að nýjum verksamningi á milli Skorradalshrepps og félags PD Grund ehf.
| ||
Farið var yfir samning sem upphaflega var gerður við PD árið 1996 og breytt 2003.
Ný samningur samþykktur með áorðnum breytingum. PD vék af fundi við afgreiðslu málsins. | ||
12.
|
Tilboð frá KPMG hf.- Mál nr. 1906011
| |
Tilboð frá KPMG vegna bókunar bókhalds.
| ||
Lagt KPMG frá 27. desember s.l. lagt fram og oddvita falið að ganga frá samningi við KPMG hf., samkvæmt tilboði og hann verði síðan lagður fram á næsta fundi, til afgreiðslu.
| ||
13.
|
Kjör oddvita- Mál nr. 1906007
| |
Frestað til næsta fundar.
| ||
14.
|
Kjör varaoddvita- Mál nr. 1906008
| |
Frestað til næsta fundar.
| ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
15.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 125- Mál nr. 1905003F
| |
Lögð fram fundargerð frá 4. júní s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðunum.
| ||
15.1
|
1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
| |
15.2
|
1905013 – Örnefni-leiðbeiningar
| |
15.3
|
1902001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 51
| |
15.4
|
1905001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 52
| |
Skipulagsmál
| ||
16.
|
Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004
| |
Tillaga deiliskipulags fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 var auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. mars til og með 15. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust við tillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að samþykkt deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun og birt auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 42. gr. ofangreindra laga að undangenginni yfirferð Skipulagsstofunar.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulag fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61, á svæði 5, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
01:45.