132 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
132. fundur

þriðjudaginn 10. desember 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SGÞ sat fund símleiðis vegna óveðurs.
Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.

Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012

Skorradalshreppi barst þann 26. nóvember 2019 erindi frá Gísla Tryggvasyni lögmanni með tölvupósti f. h. landeiganda Fitja þar sem óskað er eftir frekari rökum og rökstuðningi fyrir synjun á skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja aðliggjandi lóða. Erindið, dags. 22. nóvember 2019, lagt fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns.

2.

Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar- Mál nr. 1911010

Skorradalshreppi barst þann 27. nóvember 2019 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem gerð er grein fyrir að ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps um leyfi til skiptingar lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja lóða er kærð.

Kæran lögð fram ásamt athugasemdum sveitarfélagsins vegna kærunnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

14:15.